Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 23

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 23
SKINFAXí 119 flcstii' þurfa að flýta sér til ákveðins ákvörðunar- staðar. „Þér getið fengið farmiða til næsta bæjar handan við brúna. Er það í lagi?“ „Já, það er í lagi.“ Ég greiði miðann og þoka fyrir þeim næsta. Skömmu seinna sit ég í einum hinna geysistóru bíla, sem brunar kunnuglega eftir strætum stórborg- arinnar, i áttina til Gullna hliðsins. Ég hafði komið til San Fransisco þá um morguninn, en daginn áður, fimmtudaginn 10. júní (1943), kom ég til Berkelev norðan frá Seallle. Ætlun mín var að dvelja tvo eða þrjá daga á þessum slóðum lil þess að skoða það helzta hér í umhverfi San Fransisco. Og ég komst brátt að raun um, að af nógu var að taka, umbverfið er með afbrigðum fagurt, byggingar glæsilegar og mörg stórkostleg mannvirki.. Þó býst ég við, að flestum fari sem mér, að hinar geysimiklu brýr, Oaklandsvíkurbrúin og brúin yfir Gullna hlið- ið, skipi mcst rúniið i huga þeirra. Nú hafði ég ný- lega farið vfir þá stærri, öaklandsvíkurbrúna, og þótt ég ætti ekkert erindi yfir Gullna hliðið, fannst mér samt sjálfsagt að fara vfir þá brú líka. Og á þeirri leið var ég nú. San Fransisco er geysifögur, en hvergi er samt ann- ar eins iburður og í borgarlilutanum, sem næst liggur Gullna hliðinu. Fg er sifelll að óska þess, þar sem ég sit í bílnum, að hann aki sem allra hægast, því að svo margt nýstárlegt ber fyrir augu. Síðasta spölinn, sem farinn er áður en kemur að brúnni, er ekið í jaðri afar skrautlegs skemmtigarðs, sem nefndur er Gullna hliðs-garðurinn. Hann er með stærstu skemmtisvæð- um heimsins, 1013 ekrur að stærð (nær 6000 ferm.) Vegna bins milda loftslags er bann grænn alll árið. í honum er fjöldi gosbrunna og smástöðuvatna, leik-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.