Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 27

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 27
SKINFAXI 123 San Fransisco er fjörug borg, niiðstöð athafna og siglinga. Þaðan liggur leiðin til hinna rómantísku eyja Kyrrahafsins og Austurlandanna lokkandi. Nú hefur stríðið við Japan gert liana hálfu þýðingarmeiri höfn en áður. Ég reyndi að fá gistingu i borginni, en svo var húsnæðisleysið mikið, að ég varð að láta mér nægja að búa í Berkeley meðan ég dvaldi á þessum slóðum. Þannig er nú ástatt í öllum bafnarborgum á Vesturströndinni. í Seattle var fullyrt við mig, að ég liefði fengið síðasta herbergið, sem laust var um nóttina, er ég kom þar. Iler og floti, og auknar skipa- smíðar, hafa gjörbreytt öllum aðstæðum. — 1 raun og veru vorii^þetta varla tímar lil ferðalaga. Þótt ég verði að viðurkenna þessa staðrevnd, nýt ég eigi að síður ágætlega þessarar stundar hér uppi i liliðinni handan við Gullna hliðið. Veður er ákjós- anlegt, glaða sólskin, en blessunarlega svalt þó. Það kular aðeins af Kyrrahafinu. Enn verður mér starsýnt á San Fransisco—Oakland- brúna, þetta risamannvirki. Hún er öll yfir 7 km á lengd. San Fransisco megin er liengibrú, eða öllu lieldur 3 hengibrúasamstæður, milli borgarinnar og smáeyju i flóanum. Gegnum eyna, sem er allhá, liggja jarðgöng, en þegar út úr þeim er kömið tekur við geysimikil brú. Þá er löng stöplasamstæða Oak- landsmegin. Brúin hvílir á 51 stöpli alls, og ganga sumir þeirra allt að 237 fetum niður í sjávarbotninn. Tvö gólf eru i brúnni. A efra gólfi eru sex bílabraut- ir, en á því neðra þrjár brautir fyrir vöruflutninga- bíla og tvær rafmagnsjárnbrautir. Talið er, að um 15 milljónir ökutækja fari um brúna á ári hverju. Hún var fullgerð árið 1937 og kostaði 77 milljónir dollara. Þó að brúin yfir Gullna hliðið sé á engan hátt ann- að eins risamannvirki og San Fransisco-Oaklands-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.