Skinfaxi - 01.11.1954, Page 33
SKINFAXI
129
sinna vilja starfsíþróttunum, og skapa þeim bætt
keppnisskilyrði.
Þá er einnig mikið verkefni fyrir iiendi að sam-
hæfa starfsíþróttirnar íslenzkum atvinnuliáttum og
glæða áhuga æskufólksins fyrir auknum afköstum
i öllum atvinnuvegum þjóðarinnar og skapa vinnu-
gleði. í þessu ættum við fyrst og fremst að liugsa um
börnin og unglingana. Við þurfum að skapa þeim
verkefni, sem laða þau til sin og sem veita þeim
þroska og fræðslu jafnframt því, sem þau skapa sér
sjálfum verðmæti og þjóðinni i heild.
Við erum á þessu sviði á eftir grannjjjóðum okkar.
Við gelum margt af þeim lært og þær vilja fúslega
veita okkur hjálp í þessu efni.
Sænslcu ungmennafélögin hafa boðizt til að veita
íslenzkum æskumönnum og konum fyrirgreiðslu í
Svíþjóð, ef einhverjir vildu koma þangað og kynna
sér starfsíþróttir þar. Sama er að segja um Norðmenn
og Bandaríkjamenn.
Okkur vantar unga menn og konur sem brautryðj-
endur og leiðheinendur á þessu sviði.
Ef einhverjir vildu fara til þess að kynna sér þessi
mál ættu þeir að skrifa til Ungmennafélags Islands og
láta vita, hvað þeir vildu helzt kynna sér. U.M.F.Í.
myndi að sjálfsögðu greiða götu allra eftir því sem
kostur er.
.Stefán Ól. Jónsson.
♦
9