Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 40

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 40
136 SKINFAXI ÍÞRDTTAÞÁTTUR XXIX: IJndibúum ,,sæmdarvænlega“ þátttöku í landsmóti UIVIFÍ á Akureyri Landsmót U.M.F.Í. verður háð á Akureyri á næsta sumri. Þangað mun landsmótið kalla til leiks og keppni æsku ung- mennalelaganna. Þangað voru ungmenni landsins kölluð 1909 til liins fyrsta verulega íþróttamóts. Mótið fór þá fram á Odd- eyrinni skammt frá þeim stað, þar sem nú er liinn fagri og ágæti iþróttavöllur Akureyrar. Þá voru þrjú ár liðin frá því að nokkrir ungir menn á Akureyri komu saman og stofnuðu félag æskumanna, sem vinna skyldi að því að vckja áhugj^ og samlnig á öllu því, sem þjóðlegt væri og rammíslenzkt. Þeir undirrituðu skuldbindingaskrá, en í henni stendur þetta: „.. .. ég skal vinna með alhug að heill þessa félags, framförum sjálfs mín, andlega og líkamlega, og velferð og sóma þjóðar minnar í öllu því, sem er þjóðlegt, gott og gagnlegt . . . .“ Með þessu hugarfari var fyrsta ungmennafélagið stofnað á íslandi verði kleift strax á næsla ári að ráða leiðbeinanda og annað starfslið til að annast þetta málefni.“ „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir komu Matthí- asar Tliorfinnssonar frá Minnesota og starfi hans hér við að kynna starfsíþróttir og leiðheina um fram- kvæmd þeirra. Telur fundurinn að heppilegt fram- hald þeirrar starfsemi, sem nú er hafin lijá ung- mennafélögunum, verði það, að í hverju héraði verði komið á fót starfsíþróttanefnd, sem skipuð verði tveimur fulltrúum frá ungmennasambandi og einum frá húnaðarsamhandi héraðsins, til þess að skipu- leggja starfsíþróttir i héraðinu.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.