Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 42

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 42
138 SKINFAXI gönguskref og sveiflaðu örmum misjafniega hátt, hlauptu mis- jafnlega hratt, skokkaðu og gakktu á milli spretta, hlauptu á staðnum með háum hnélyftum, hlauptu aldrei langt í senn, en breyttu oft til, frá göngu til hlaups, frá hlaupi i skokk, skokki til gangs. Gerðu fimleikaæfingar, sem færa með sér stórar hreyfingar. Þú hefur einhvers staðar nærtækan bita eða slá, gerðu á þeim lyftingaræfingar. Gerðu margar og djúp- ar hnébeygjur. Liggðu oft á höndum og tám og gerðu arm- beygjur. Hvíldu armana og gerðu hnébeygjur inn undir þig. Nógu er af að taka og alls staðar er hægt að æfa. Mundu að klæða þig vel. Reyndu að baða þig eða þvo líkama þinn sem oftast. Varastu allt stripl og norp. Mundu að slaka á eftir átök. Minnstu þess að slaka á vöðvum milli átaka og láta þá taka á sem skemmst í einu. Upp úr áramótum — miðsvetrartímabilið — skaltu fara að hugsa uin séræfingar undir þá grein sem þú ætlar að æfa sér- staklega. Góðar heimildir um séræfingar getur þú lesið i bók- inni: „Frjálsar íþróttir“ eftir Þ. E. og Stefón Kristjánsson. Fyrir vortímabilið vona ég að ég geti hér i þættinum birt nákvæmar leiðbeiningar um æfingar þínar þá. Hér dvaldi fyrir skemmstu einn þekktasti sundþjálfari, sem nú er uppi, R. J. H. Kipliutti. Hann lætur sundmenn sina, hvort sem þeir eru nýliðar eða garpar, æfa okt., nóv. og fram í des. þjálfgefandi æfingar úti eða inni, en i sundlaug fá þeir ekki að koma. Honum leizt svo á sundfólk okkar, að það hefði sundlag á við beztu sundmenn heims, en það vantaði þjálfun, væri of latt við þjálfun. Engin nær afreki, sér til ánægju og gleði, nema fyrir þjálfun, sem iðkuð er af þrotlausri vinnu, elju og vilja. í „sundstæði" og á velli Akureyrar á okkur að takast að safna saman fagurri og velþjálfaðri æsku, sem þjóð- in er stolt af að eiga og gömlu ungmennafélagana mætti hrífa. Vinnum þvi vel að undirbúningi landsmótsins og búum okk- ur sjálf fyrst og fremst til leiks, þá vinnum við íslandi allt. Þorsteinn Einarsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.