Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 50

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 50
146 SKINFAXI LEIÐBEININGAlí UM YAL, MEÐFERÐ OG TAMNINGU HROSSA. 1. Val hrossa: Sá, sem velur sér hross til uppeldis, taraningar eða eignar, þarf að byggja val sitt á tvennu: Annars vegar á útliti hests ins en liins vegar á ætt hans og kyngæðum. Menn geta ekki ráðið neinu um kyngæðin, nema i tíma sé tekið, en veiga- mesta atriðið við framleiðslu góðra hesta er, að i foreldrum og ætt hestsins húi arfgengir kostir, s. s. hraust og fögur bygging, gott geðslag, góður vilji cða fjör, góðar og fjölbreytt- ar hreyfingar og síðast en ekki sizt, taugastyrkur og skynsemi. Á hverju ári fæðast 4—5 þúsund folöld á íslandi. Víða ræð- ur tilviljun ein um ætt og upplag þessara folalda, þar sem margir eigendur hryssanna hirða hvorki um að kynnast eðlis- kostum þeirra né að velja þeim maka, sem býr yfir örugg- um og ættgengum eiginleikum góðhests. Búnaðarfélag íslands stjórnar búfjárkynbótum í landinu og þar með einnig kynbótuin hrossa. Hrossakynbæturnar eru i því fólgnar, að reynt er að finna eða framleiða og ala upp stóðhesta með ættgengum eðliskostum. Félög (hrossaræktar- félög, hestamannafélög eða hrossaræktarsambönd) eru stofn- uð til að annast um þessa starfsemi. Þau eiga kynbótahestana, koma upp girðingum fyrir þá og sjá um kynbótastarfið í sam- ráði við Búnaðarfélag íslands eða ráðunaut þess i hrossa- rækt, en ríkissjóður greiðir félögunum styrlci til starfsem- innar. Leiðin til að eignast eðlisgóðan hest er því sú, i fyrsta lagi að eignast góða hryssu, sem við tamningu liefur sýnt, að liún býr yfir miklum og góðum eðliskostum, og í öðru lagi að koma licnni á réttum tima i girðingu til kynbótahesta. Gott trippi, sein búið er ættgengum eðliskostum verður hverjum manni til ánægju og gleði og gefur mikla ávexti þeim, sem ala það upp og temja, en illa kynjað og kostalaust trippi veldur vonbrigðum og svarar livorki kostnaði né fyrirhöfn. Hér á eftir skal bent á nokkur veigamikil atriði í fari liesta, sem taka skal tillit til, er þeir eru valdir. 1. Að liesturinn sé fríður, þ. e. hafi liöfuðstærð i sainræmi við líkamsvöxt, hafi skær, fremur stór og lífleg augu. Ennið sé slétt og augnbogar miklir. Nefbeinið beint, nasir víðar, kjálkar gleiðir og fremur þunnir og tennur komi rétt saman og vaxi reghilega. 2. Að liálsinn sé langur, grannur og reistur. Faxið mikið og helzt klofið.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.