Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 53

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 53
SKINFAXI 149 þeim gangi, sem liann sjálfur vill, þó skal með lipurð leit- at við að láta hann brokka. Brokkið er undirstöðuhreyfing annarra gangtegunda, og þegar hesturinn er farinn að brokka hart og þýtt og er vel reistur og teygður, þá fyrst má fara að hreyfa við töltinu. Skeið á ekki að kenna liest- um, fyrr en þeir eru orðnir fullþroskaðir, 7—8 ára gamlir. 4. Gæta þarf vel að reiðtygjum og öllum útbúnaði. Hnakk- urinn þarf að vera vel stoppaður og opinn yfir hryggn- um, svo að hann meiði ekki. Temja skal öli hross við hring- mél. Mélin eru því betri, sem þau eru lengri og gildari, og bitarnir mega ekki klípa munnvik hrossanna, þar sem þeir eru tengdir hringnum. Bitarnir mega ekki vera styttri en 12 cm að lengd. 5. Meðan á tamningu stendur þarf liesturinn að vera lireyfð- ur úti og honum riðið ekki sjaldnar en annan hvern dag. Þó er gott, er á liður, að gefa honum á tveggja vikna fresti 2—3 daga hvíld á liúsi, og láta hann svo reyna dá- lítið kraftana á eftir, hleypa honum stutta spretti á fullri ferð til að glæða viljann. Um tamningu hesta vísast að öðru leyti i bókina „Á fáki“, sem er til sölu hjá formönnum hestamannafélaganna, og i „Yasahandbók bænda“ frá árinu 1952. Þá er einnig að finna margvíslegar upplýsingar um hesta í „Hestadómum“, sem fást hjá U.M.F.Í. (Skýrsluform um tamningu og meðferð hesta má panta hjá skrifstofu U.M.F.Í., pósthólf 406).

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.