Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 57

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 57
SKINFAXI 153 Sundlaug Umf. Reykhverfings, eins og hún var fyrst. Afmælissundmót 22. ágúst s.l. efndi ungmennafélagið „Reykhverfingur“ i S.-Þingeyjarsýslu til sundmóts í sundlaug sinni á Hveravöllum, i tilefni þess að 25 ár voru liðin frá þvi að sú laug var byggð og tekin í notkun. Mœttu þar til keppni 8 félagar frá Umf. „Eflingu" í Reykjadal, 8 frá Umf. „Geisla" í Aðaldal og 10 frá Umf. „Reykhverfingi". Áður en sundkeppnin hófst flutti Jónas Jónsson kennari frá Brekknakoti ræðu, skýrði frá að- draganda að byggingu laugarinnar og framkvæmd verksins, enn fremur ýmsum atriðum varðandi starfrækslu hennar á þess- um 25 árum. Hefur verið kennt þar sund á 35 námskeiðum, flestum tveggja vikna, og nemendur á þeim námskeiðum eru orðnir samtals 755, flestir úr nærsveitunum og Húsavík, en sumir þó lengra að, t. d. frá Siglufirði og Akureyri, nokkrir úr Norður-Þingeyjarsýslu og víðar að. Úrslit í einstökum greinum sundkeppninnar urðu þessi: 100 m bringusund karla (þátttakendur 9): 1. Árni .Tónsson, Efling, .............. tími 1 mín. 21 sek. 2. Halldór Halldórsson, Efling,....... — 1 — 24.3 — 3. Ármann Björnsson, Geisli ............. — 1 — 28.3 —

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.