Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1956, Page 9

Skinfaxi - 01.07.1956, Page 9
SKINFAXI 57 um gæðingum sínum. Þá brostu við þeim tún og akrar í skjóli skóganna, og fuglarnir sungu glaðlega á grein- um trjánna, þegar kapparnir riðu til Þingvallaþings, og réðu þar ráðum sínum. Þá hellti sólin geislum sín- um yfir gróðurlendi og grasvelli, og blærinn hjalaði ljúf- lega við bjarkirnar meðan eldri mennirnir sættust á mál, dæmdu fésektir og vísuðu málum til alþingis, en unga fólkið reikaði um hljóða reiti og þuldi dagdrauma um ástir, frama og fögur ævintýr. Þá var þetta land fagurt og frjósamt. En skógarnir eyddust, foksandurinn fékk opna leið niður á flatlendið, aldfjallaaskan breiddist yfir gróður- inn, vikurbyljirnir söguðu sundur rætur jurtanna. — Og nú stöndum við hér í dag og sáum í þetta bera og blómsnauða land, einstaka kalviður kemur upp úr sand- inum, oftulitlar eltingarrætur í moldarflögum, annars. ekkert, sem vitnar um fyrri gróðursæld. — Vikurauðn- ir heim undir bæ á Þingskálum, hinum forna þing- stað. — Þjóðsaga er til um það, hver séu upptök sand- foksins hér á Rangárvöllum: Hryssa ein, blesótt, varð afvelta hér eigi langt í burtu frá þeim stað, er nú stönd- um við. Lét hún þar líf sitt. Er menn komu að, hafði myndazt flag þar sem hryssan lá. Stormurinn náði að blása í flagið, og var það upphaf foksins, sem svo mjög hefur farið eyðandi um þessi héruð. — Þannig er sagan um Blesu. — Og hún sýnir þann skemmtilega hæfileika sumra manna, að geta séð kát- legar hliðar og kímileg fyrirbrigði, þótt alvara sé á ferðum og uggvænlegt um haginn. Vafalaust hefur þessi hæfileiki til þess að skynja hið skoplega gert mönnum léttari róðurinn í þrengingum þeirra tíma, sem verst- ir voru. — Nýir og nýir strókar hefjast við himin og þeys- ast um. Einn hvirfilbylurinn hrifsar kornið um leið og ég sái, og þeytir því út í loftið. — Annars er heldur út-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.