Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 10

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 10
58 SKINFAXI lit fyrir, að ekki ætli að hvessa. Það gleður okkur, þá liggur sandurinn niðri. „Og svona æti)i aö vera hvert einasta lcvöld“. Það er komið kvöld. Við félagarnir hættum vinnu og höldum meimleiðis. Sólin skín í vestri yfir daufbláum Reykjanesfjall- garðinum, sendir skáhalla geisla yfir landið og leggur blessun sína yfir dagsverk okkar félaganna. Það er stillilogn, — hvergi hvirfilbyl að sjá. Við fyllumst trú á verk okkar, trú á litlu fræin, sem við sáðum í dag. I þessu dúnalogni er óralangt til upplausnar og umróts, óralangt. Vinnugleði sáðmannsins er sprottin af voninni um góðan ávöxt. — Og þótt það eigi ekki fyrir okkur að liggja að sjá verulegan árangur af starfi okkar, þá öl- um við samt þá óbifanlegu von í brjósti, að þessar skák- ir, sem við sáðum í nú í dag, verði upphaf lífs og gróðr- ar á þessum gjörsnauða og líflausa sandgára. Kyrrðin og kvöldblíðan eykur og eflir þessa von. — Og við höldum heim, glaðir yfir unnu dagsverki. — En að baki rís Hekla, sem um aldaraðir var hvort tveggja í senn, skaðavaldurogaðalstákn þessa fagra hér- aðs. Hún hefur tekið ofan, og lætur tæra kvöldhimin- inn leika frjálst um kollinn.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.