Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 24

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 24
72 SKINFAXI /flfífí///// •inn C,inamon : J*tÞÍhiaup Viötal unglinga við Emil Zatopek FRAMH. — Þú getur geíið okkur einhver almenn ráð? — Fúslega. Áfengi er alltaf skaðlegt. S.jálfur dreypi ég að- eins á glasi sé það algjör nauðsyn. Eðlilega reyki ég heldur ekki. Spyrjið bara lækni, þá fáið þið að vita af hverju nikotin er skaðlegt. En hið mikilvægasta er reglubundinn svefn. Ég læt sult og þorsta ákveða allt varðandi mat og drykk. Um skeið var ég svo ruglaður af hinum ýmsu læknisfræðilegu matar- ráðleggingum, að ég haíði nær svelt mig í hel. Hreindýr, hund- ar og hérar nema ekki staðar á hlaupum til þess að ihuga hversu matseðill næstu máltíðar á að vera samsettur og samt hlaupa þau miklu hraðar en maðurinn. — Neytir þú matar fyrir hlaup? — Rétt fyrir hlaup á enginn að neyta matar. Ég verð að játa, að ég hef brotið þessa reglu, án þess að hafa orðið meint af. Ég hlýt að hafa óvenjulega góða meltingu. Þegar ég var nem- andi í herskólanum, gat ég aðeins æft frá kl. 19 til kl. 21, það er að segja milli kvöldverðar og háttatíma. Ég vandi mig á þetta og hefi eigi fundið til meins af því. Af heilsufræðilegum ástæðum get ég ekki mælt með sliku framferði. En leggið á minnið: fyrir mikilsvert hlaup fasta ég í fimm klukkutíma. — Hvernig getur þú þolað að leggja svo hart að þér, Emil? — Þetta kemur smátt og smátt. Enginn skyldi krefjast hins ómögulega. Hver og einn ætti ekki að gera til sjálfs sín hærri kröfur en hann í raun og veru megnar. í stuttum stökkum kemst maður oft langt, oft lengra en maður bjóst við. Með aukinni þjálfun herðir maður viljann. Maður slítur alla fjötra

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.