Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 43

Skinfaxi - 01.07.1956, Side 43
SKINFAXI 91 FRÉTTIR OG FÉLAGSMÁL Landsmótið á Þingvöllum 1957. Eins og kunnugt er var á síðasta þingi UMFÍ samþykkt, að 50 ára afmælismót samtakanna verði háð á Þingvöllum 1957. Stjórn UMFl leitaði samvinnu við umf. Reykjavíkur, UMSK og Héraðssambandið Skarphéðinn, um undirbúning og fram- kvæmd mótsins. Þessir aðilar hafa skipað 5 manna nefnd, er undirbúi mótið, og í henni eru eftirtaldir menn: Stefán Ólafur Jónsson Reykjavík, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Axel Jónsson Kópavogi, Ármann Pétursson Eyvindarstöðum Álftanesi, Stefán Runólfsson Reykjavik og Þórir Þorgeirsson íþróttakennari Laugarvatni. Eins og fyrr segir verður mótið haldið á Þingvöllum og er ákveðið 29. og 30. júní. Á Þingvöllum er góður grasvöllur og aðstaða til íþrótta- keppni nokkuð góð, en annar háttur verður nú á en verið hef- ur gagnvart dvöl kependa á mótsstað: Á Þingvöllum er ekkert húsnæði til að hýsa þann stóra hóp íþróttafólks er væntan- lega verður á mótinu. Verða nú allir að búa í tjöldum, ekki þurfa neinir að setja það fyrir sig að dvelja í tjaldi tvær eða þrjár nætur um þetta leyti árs. Verður áreiðanlega stór og glæsileg tjaldborg á Þingvöllum mótsdagana. Reynt verður að gera það sem hægt er til að mótið geti orðið sem allra glæsilegast. Verður efnt til sérstakrar hátlðadagskrár, sem ekki er á þessu stigi hægt að segja nákvæmlega hvernig verður, en það er fullvíst, að hún kemur til með að taka miklu meiri tíma en þær hátíðadagskrár, er verið hafa á undanförnum mót- um, sem og eðlilegt er, þar sem um svo merk tímamót í sögu UMFÍ er að ræða. 1 sambandi við hátiðadagskrána er vert að geta þess, að mjög væri æskilegt að hægt verði að koma á stórum hópsýningum, sem mörg umf. stæðu sameigin- lega að. Það þarf nokkurt átak til að koma sameiginlegri hóp- sýningu á, en það er fyllilega þess vert, að það sé athugað til hlítar og allt gert til að það megi takast. Það væri glæsi- legt að sjá hópsýningu 200 æskumanna og kvenna á þessu merka afmælismóti. Ungmennafélögin hvert og eitt einasta eiga að gera allt, sem hægt er, til að mótið verði sem glæsi- legast. Þar sem vitað er, að hátíðadagskráin tekur meiri tíma en undanfarið, er nauðsynlegt að fækka íþróttagreinunum, sem keppt verður í. Það getur ekki farið fram sundkeppni á mótinu, þar sem aðstæður leyfa ekki slíkt. Einnig er ákveðið

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.