Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1965, Page 21

Skinfaxi - 01.04.1965, Page 21
Skúli Skarphéðinsson og ég, og við héld- um áfram hnífjatmr þar til um 40 m. voru eftir í mark. Þá gaf sig eitthvað hjá Skúla og mér tókst að sigra og setja Landsmóts- og Skarphéðinsmet: 54,0 sek. Skarphéðins- metið stendur enn eftir 13 ár. Þetta er erfiðasta og minnisstæðasta keppni, sem ég hef tekið þátt í á mínum íþróttaárum. Seinasta grein mín á þessu móti var langstökk. í því voru 33 keppendur. Þetta var skemmtileg keppni, og heppnin virtist ætla að elta mig. Eftir þrjár umferðir í undankeppninni vorum við tveir jafnir í 6.—7. sæti með 6,20 m., en 6 menn áttu að komast í úrslitakeppnina. Þá voru næst- beztu stökk okkar látin skera úr, og kom þá í Ijós að ég átti 6,16 m. en hann 6,15 m., og á þessum sentimetra flaut ég í úr- slitin. skemmtilegt atvtk 1 fimtntu umterð stökk ég svo 6,44 m. og náði þar með þriðja sæti i þessari grein og fékk fyrir það 2 stig. Hafði ég þá samtals fengið 8Vl stig, sem dugði mér til þess að verða stig- hæsti maður mótsins 1 frjálsum íþróttum. Að lokum vil ég svo segja þetta Ég vil þakka öllum þessum gömlu félögum tyrir þann félagsanda. sem var sérstaklega ríkj- andi á þessu móti og í þessari ferð. og ekki sízt hinum síunga fararstjóra okkar, Þóri Þorgeirssyni. sem hélt Skarphéðins- liðinu sem einni heild á hverju sem gekk. Með íþróttakveðju. Magnúí Gunnlaugsson. »1 Magnús Gunnlaugsson í hópi bræðra sinna frá Miðfelli í Hrunamannahreppi, sem allir voru góðkunnir íþróttamenn. Frá vinstri: Emil, Kari, Magnús, Sigurður og Skúli. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.