Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Síða 22

Skinfaxi - 01.04.1965, Síða 22
Þrastalundur endurreistur Það hefur lengi verið óskadraumur ung- mennafélaga og stefnumark að nýta betur hina dýrmætu eign sína, Þrastaskóg, og vinqa að því að sem flestir mættu njóta hinnar óvenjulegu náttúrufegurðar þar. Nú hefur forysta UMFÍ stigið mikilvægt skref í þá átt að gera þennan stað að þeirri mið- itöð ungmennafélaga sem hann verðskuldar. Það er í þann veginn verið að ljúka við að smíða veitingaskála á grunni hins gamla Þrastalundar,. og tekur hann til starfa um það leyti sem þetta hefti Skinfaxa kemur út. Eins og ungmennafélögum er kunnugt var það stórhuginn og framkvæmdamaður- inn Tryggvi Gunnarsson, sem gaf ung- mennafélögunum Þrastaskóg árið 1911, vegna þess að hann'bar traust til samtak- anna og virti sérstaklega skógræktaráhuga þeirra. Síðan hefur stöðugt verið unnið að skógræktinni á þessum friðaða stað, og það vita færri en skyldi, að skógræktinni hefur miðað þar mjög vel áfram, og þarna er nú eitt fegursta skógarsvæði á landinu. Fyrir heimsstyrjöldina síðari starfrækti Elín Egilsdóttir veitingakona myndarlegan veitingaskála í Þrastalundi, en skálinn brann árið 1941 og var hann þá setinn af hernámsliðinu. Síðan hafa rústir Þrasta- lundar blasað við vegfarendum um þjóð- veginn í Grímsnesi þar til nú, að risinn er nýr skáli á grunni þess gamla. UMFÍ hefur lengi haft á döfinni að hefja einhverskonar veitingarekstur í Þrastaskógi í því skyni að hann komi að meiri notum fyrir ungmennafélögin en undanfarið, og til að laða þangað ferðafólk. Það varð að ráði að byrja á því að reisa þar skála fyrir kaffiveitingar, sölu á brauði, pylsum og þessháttar, sem ferðafólk sækist jafnan eftir. Skúli H. Norðdahl arkitekt teiknaði þenn- an skála, en feðgarnir Þórður Jónsson og Jón Þórðarson hafa smíðað skálann. Þetta er timburskáli af nýtízkulegri gerð, stendur á steyptum grunni. Grunnflötur skálans er um 100 fermetrar. Veitingasalurinn rúmar um 40 manns við veitingaborð. Suðurhlið skálans er að mestu úr gleri, þannig að í honum er sólríkt og bjart, og einnig verð- Tryggvi Gunnarsson. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.