Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 32
ESSFSKÁK
Þorsteinn Skúlason:
Fal! er fararheill
Þegar þetta er ritað, er lokið tveim ein-
vigum af þeim sjö, sem heyja þarf, til
þess að skera úr um það, hver hinna 8
kandídata fái rétt til þess að skora heims-
meistarann Tigran Petrosjan á hólm og
freista þess að steypa honum af stóli.
Spassky vann Keres með 6:4 og Geller
vann Smyslov með 5 Vi: 2 V2 Geller hafði
sem sé tryggt sér sigurinn þegar að lokn-
um átta skákum.
Hinir átta kandídatar voru, áður en þeir
Keres og Smyslov heltust úr lestinni: Smys-
lov Larsen, Spassky, Tal, Ifkov, Partisch,
Keres og Geller. Aðeins þrír þessara meist-
ara eru ekki frá Sovétríkjunum, þ.e.a.s.
Larsen frá Danmörku, Ifkov frá Júgóslavíu
og Portisch frá Ungverjalandi.
Fjórir þeirra fyrst töldu urðu efstir og
jafnir i millisvæðamótinu í Amsterdam
á síðastliðnu sumri. Auk þeirra komu úr
því móti þeir Portisch og Ifkov, þótt éigi
væru þeir næstir sigurvegurunum. En þar
varð Stein í 5 sæti og Bronstein í 6. sæti,
báðir frá Sovétríkjunum. Þetta á rót sína
að rekja til þess, að reglur Alþjóðaskák-
sambandsins um millisvæðamótið mæla svo
fyrir, að ekki geti fieiri en þrír menn frá
sömu þjóð fengið rétt til þess að tefla á-
fram í kandídatakeppninni, en sex efstu
sætin í millisvæðamóti veita rétt til þátt-
töku þar. Þannig urðu þeir Stein og Bron-'
stein að bíta í það súra epli að láta staðar
numið í kapphlaupinu um heimsmeistara-
tignina, þar sem þrír Sovétmenn vor fyrir
ofan þá í mótinu. Ifkov, sem varð í 7.
sæti kom þannig í staðinn fyrir Stein, en
þeir Portisch og Reshevsky frá Bandaríkj-
unum, sem urðu jafnir í 8.—9. sæti, urðu
að heygja einvígi um sætið, sem eftir var.
Portisch vann þá keppni glæsilega, og mun
það vera í fyrsta sinn, sem Reshavsky tapar
einvígi.
Keres varð í 2. sæti á síðasta kandídata-
Spassky
32
SKINFAXI