Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 5

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 5
26. þing VMFÍ að Laugum Hafsteinn Þorvaldsson kosinn sambandsstjóri Um Jónsmessuleytið stefndu allmargir ungmennafélagar að austan, sunnan, norðan og vestan til Lauga í Reykja- dal. Þar var 26. sambandsþing Ung- mennafélags Islands haldið dagana 21. og 22. júní. Flestir fengu bjart veður á leiðinni og hlutu náttúrufegurð Norð- urlands í kaupbæti á þingskemmtun- ina. Náttúruguðirnir voru hliðhollir Norðurlandi í vor og landið var fagurt og frítt. Þetta var nokkuð löng leið fyrir suma þingfulltrúa. Rangæingar munu hafa lagt lengsta leið að baki og svo aðrir Skarphéðinsmenn og álíka langt fóru fulltrúarnir frá Suðurnesj- um, en frá þeim landshluta var mjög góð þátttaka á þinginu og fulltrúar frá öllum ungmennafélögunum þar. Rúmlega 50 fulltrúar sátu þingið, auk stjórnarmanna UMFÍ og gesta. Fyrsti þingforseti var kosinn Sigurður Jónsson á Yztafelli og 2. þingforseti Stefán Jasonarson í Vorsabæ. Þingrit- arar voru þeir Þráinn Þórisson, Guð- jón A. Jónsson og Björn Sigurðsson. Fráfarandi sambandsstjóri UMFÍ, sr. Ungfulltráar fyrir ut- an þingstaðinn, en hingið var haldið í héraðsskóianum á Laugum. (Ljósm. Jóh.Sigm.ss.) '3KINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.