Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 7

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 7
14. LandsmótiS Næsta landsmót UMFÍ var mikið til umræðu á þinginu enda undirbúning- ur skagfirzku ungmennafélaganna begar hafinn. Stefán Petersen, vara- formaður UMSS og formaður lands- mótsnefndar flutti ágætt erindi um undirbúning og skipulagningu móts- ins. Einnig höfðu skagfirzku fulltrúar- nir myndasýningu af íbróttasvæðum og mannvirkjum á Sauðárkróki, þannig að aðstæður yrðu öllum sem ljósastar. Heiðursfélagar Tveir af eldri ungmennafélögunum, sem um áratugaskeið hafa gengt for- ystuhlutverki í samtökunum, voru kosnir heiðursfélagar á binginu. Það voru beir Sigurður Greipsson í Hauka- dal og Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöll- Um. Þeirra beggja er getið sérstak- lega á öðrum stað hér í blaðinu. Stjórnarkjör Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, var kosinn sambandsstjóri UMFl í stað Eiríks J. Eiríkssonar. Aðrir í stjórn voru kosnir: Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki; Gunnar Sveinsson, Kefla- vík; Sigurður Guðmundsson, Leirá og Valdimar Óskarsson, Reykjavík. I varastjórn voru kosnir: Pálmi Gíslason, Kópavogi; Óskar Ágústsson, Laugum og Sigurður Helgason, Lauga- gerðisskóla. Helztu samþykktir þingsins eru birtar aftur í þessu blaði. NÝR SAMBANDSSTJÓRIUMFÍ Hinn nýkjörni sambandsstjóri UMFÍ, Haf- steinn Þorvaldsson er fæddur 28. apríl 1931. Hann hefur að baki langa reynzlu í félags- málum, því hann byrjaði þegar á unglings- aldri virkt starf í ungmennafélagshreyfing- unni, og var kosinn formaður Umf. Vöku í Arnessýslu aðeins 19 ára gamall og gegndi því starfi samfellt í 11 ár eða þar til hann fluttist að Selfossi árið 1961. Hann var for- maður Umf. Selfoss 1962—1963, en þá var félagið reist úr dái og félagið er nú með öfl- ugustu ungmennafélögum landsins, eins og kunnugt er. Þá hefur Hafsteinn verið ritari Héraðssambandsins Skarphéðins samfellt frá árinu 1960. I æskulýðsréði Selfoss hefur hann átt sæti frá 1962 og í fjölmörgum nefndum þar í bænum s.s. félagsheimilanefnd og íþróttanefnd. Sambandsstjóra UMFÍ mun heldur ekki veita af góðu félagslegu veganesti, því það er ekkert launungarmál, að hins nýja sambands- stjóra og stjórnar hans bíða mörg og erfið verkefni úrlausnar. Skinfaxi óskar sambandsstjóranum og allri stjórn UMFÍ brautargengis og allra heilla í starfi. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.