Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 9

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 9
Framiarírnar kalla á enn aukið starí Ingólfur Ingólfsson, formaður UMSK var á frjálsíþróttaræfingu á grasvelli- num í Kópavogi, þegar Skinfaxi náði tali af honum. Þarna var formaðurinn að æfa af fullum krafti með sínu fólki og þarna var sannarlega líf og fjör, um 30 manns bæði stúlkur og piltar að sefa hinar ýmsu greinar frjálsra íþrótta. Ingólfur hefur lengi verið vel liðtækur frjálsíþróttamaður, og hefur starfað bæði í Umf Aftureldingu, verið í stjórn Umf Breiðabliks í Kópavogi og formaður frjálsíþróttardeildar þess. — Er þetta nýr völlur, Ingólfur? — Hann er nýr í því formi, sem hann er nú. Brautin fyrir spretthlaup var fullgerð nú í vor og nú er þeta að verða góður æfingavöllur.11 Alda Helgadóttir setti ísl.met í spjótkasti kvenna í sumar. — Hvernig er aðstaðan annars með velli og íþróttahús á sambandssvæði- nu? — Hún er ekki sem bezt, þótt mik- ið hafi lagast undanfarið. Við höfum leyst vandann að nokkru með því að fá aðstöðu á Armannsvellinum í Reykja- vík. Á Seltjarnarnesi er ágætt íþrótta- hús risið, og þar höfðum við ýmsar æfingar í vetur. I Kópavogi er nú verið að byggja stórt íþróttahús, sem bætir mjög aðstöðu hér í bænum. — Er mikill íþróttaáhugi í þínu héraði? — Áhugi skapast alltaf þar sem eitthvað er gert fyrir þá yngstu, og við höfum lagt áherzlu á að efla æfing- ar fyrir unglingana. Við x stjórninni og framkvæmdarstjóri okkar höfum fax’ið um sveitirnar, heimsótt félögin og í’eynt að stuðla að æfingum. Þær eru líka víðast hvar í góðu lagi. — Eruð þið með allar íþróttagrei- nar á dagskrá í UMSK? — Já það eru æfðar allar Lands- mótsgreinar íþrótta. Frjálsar íþróttir hafa alltaf skipað eins konar heiðurs- sæti hjá sambandinu. I þeim hafa æf- inga verið stöðugastar gegnum árin. Margir vinna þar vel, en í því sam- bandi verð ég að minnast á nafn Magnúsar Jakobssonar, formanns frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, sem SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.