Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 10

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 10
unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf. Við höfum í ár mjög dugandi þjálfara, Ólaf Unnsteinsson, sem náð hefur ágætum árangri í starfi sínu. I sundinu er mikilla framfara að vænta eftir tilkomu sundlaugarinnar í Kópa- vogi og sundþjálfun er einnig að Varmá í Mosfellssveit. Knattspyrna er æfð í flestum félögum í UMSK með góðum árangri. Breiðablik (UBK) er þar fremst í flokki og um það bil að vinna sig upp í fyrstu deild. Glíma er einnig æfð hjá UBK og Stjörnunni. Handbolti í 4 félögum og körfuknatt- leikur hjá UBK. — Er fjárhagurinn ekki erfiður eins og víðar? — Jú það er alltaf erfitt að ráða fram úr því. Sambandið fær nokkurn styrk frá öllum sveitarfélögunum og einnig úr sýslusjóðum Gullbringu- sýslu og Kjósasýslu. Þessir aðilar eru aðalstyrkjendur okkar f járhagslega. — Ertu ánægður með Héraðshátíð ykkar í Saltvík í sumar? — Já, ég tel hana góða byrjun. Hlutverk hennar er að efla félagslífið, tengja saman félögin þannig að unga fólkið kynnist í keppni og leik. Við vorum óheppnir með veður, en samt tókst þetta vel. Skemmtunin um kvöldið fór prýðilega fram. Þar sá ekki vín á nokkrum manni, og þannig skemmtanir viljum við halda. — Eru fleiri þættir í starfi UMSK, sem þú vildir minnast á ? — Starfið er fyrst og fremst íþrótta- starfið og svo viðleitni okkar til að halda uppi góðu skemmtanalífi ýmis- konar. Þá höfum við haldið bridgemót með góðum árangri. — Það hefur borið talsvert mikið a UMSK á íþróttasviðinu í sumar. Verð- ur framhald á því? — Já, það hafa orðið góðar fram- farir. En vandi fylgir vegsemd hverri, og velgengni okkar í sumar kallar a enn meira starf í framtíðinni, ef ekki á að fara til ónýtis það sem byggt hefur verið upp. Þennan myndarlega hóp skipa sigurvegarar UMSK í frjólsíþróttum á Lands- mótinu í fyrra. Frá vinstri: Trausti Sveinbjörnsson, Kristín Jónsdóttir, Þórð- ur Guðmundsson, Arndís Björnsdóttir, Karl Ste- fánsson og Ina Þorsteins- dóttir (Ljósm. Sig. Geir- dal). 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.