Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 13

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 13
Stefán Ágústsson Vngt íélag í vaxandi byggðarlagi íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi er eitt yngsta félagið innan UMFÍ, stofnað 24. apríl 1967. Stefán Ágústs- son, gjaldkeri félagsins, hefur unnið að uppbyggingu þess frá byrjun, og leitaði Skinfaxi frétta hjá honum um starfsemi Gróttu. — Hver voru tildrög stofnunar félagsins, Stefán? — Þegar byggðin tók að vaxa hér á Nesinu, kom þörfin á skipulögðum félagsskap fyrir unga fólkið- Strákamir voru byrjaðir knattspyrnuæfingar, áhuginn var fyrir hendi, og hreppsfé- lagið vildi stuðla að stofnun iþrótta- félags og styrkja starfsemi þess. — Og hvernig hefur félaginu vegn- að? — Stofnendur voru 70 og 80; þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og eru orðnir tvöfalt fleiri nú. Við byrjuðum með kornunga stráka í knattspyrn- anni, en í ár vorum við með í Islands- mótinu í 3., 4. og 5. flokki. Meistara- flokkur er því skammt undan. Starf- semi félagsins er annars í þrem deild- urn: Knattspyrnu-, handknattleiks- °g badmintondeild. Auk þess eru byrj- aðar æfingar í frjálsum íþróttum og SKINFAXI höfum við þar notið góðrar aðstoðar UMSK. Við stefnmn hka að því að auka félagsstarfið og gera það fjöl- breyttara, t.d. með skákiðkun o.fl. — Hvernig er starfsaðstaða félags- ins? — Hún fer stöðugt batnandi. Hér er risið eitt bezta íþróttahús landsins og framkvæmdir eru að hefjast við nýjan íþróttavöll á Valhúsahæð. Þá má geta þess, að byrjað er að steypa upp fé- lagsheimili, sem Grótta er aðili að og mun fá þar góða aðstöðu til félags- starfs. Félagið hafði 21 tíma á viku til æfinga í íþróttahúsinu s.l. vetur, og þótti sumum bjartsýni að ráðast í slíkt. En áhuginn var svo mikill að þessir tímar nægðu ekki, og í vetur fáum við 27 tíma. — Og hvað um framtíðina? — Við erum mjög bjartsýnir hér. Sveitarfélagið hefur veitt okkur góðan stuðning bæði beint og óbeint og áhugi er mikill hjá unga fólkinu. Seltjarnar- nesið er gamalt byggðarlag en fær nú skipulagða uppbyggingu á öllum svið- um. Það er skemmtelegt og áhugavekj- andi að vera með í því að byggja upp íþrótta- og félagsstarfið á slíkum stað. 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.