Skinfaxi - 01.09.1969, Page 21
Nýir
heiðursíélagar
Eiríkur J. Eiríksson Sigurður Greipsson
Á 26. Sambandsþingi UMFÍ voru tveir
af eldri forystumönnum ungmenna-
félagshreyfingarinnar kosnir heiðurs-
félagar Ungmannafélags íslands.
Eiríkur J. Eiríksson hefur frá barnæsku
verið í ábyrgðarstöðum í ungmennafélags-
hreyfingunni. Hann hefur manna lengst gegnt
embætti sambandsstjóra UMFÍ eða í rúm 30
síðastliðin ár, en áður var hann varasambads-
stjóri. Eiríkur tók við forystunni af Aðal-
steini Sigmundssyni. Þá hefur Eiríkur gegnt
ritstjórastörfum við Skinfaxa í nokkur ár á
Þessu tímabili. Eins og skýrt er frá á öðrum
stað hér í blaðinu, lét séra Eiríkur af störfum
í stjórn UMFÍ á sambandsþinginu eftir ára-
tugalangt forystuhlutverk í þágu samtak-
anna, en ungmennafélagar vona að hann
verði áfram í sem nánustum tengslum við
hreyfinguna.
Sr. Eiríkur var skólastjóri við Héraðsskól-
ann á Núpi i Dýrafirði á árunum 1942—1960,
en þá tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar á
Þingvöllum, sem hann hefur gegnt síðan.
Sigurður Greipsson skólastjóri og bóndi í
Haukadal er löngu þjóðkunnur fyrir störf sín
í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar, fyrir
skólahald sitt í Haukadal og íþróttaafrek á
yngri árum.
Sigurður áti um árabil sæti í stjórn UMFÍ.
Hann var formaður Hérassambandsins Skarp-
héðins í 45 ár, frá 1921-1966. Þetta er langur
starfsferill, en Sigurður hefur sem betur fer
ekki dregið sig út úr hópi ungmennafélaga,
þótt hann hafi látið af ábyrgðarstörfum. Hann
var með á Landsmótinu á Eiðum í fyrra og
hann var á sambandsþinginu nú. íþróttaskól-
ann í Haukadal hefur Sigurður rekið í rúm 40
ár eða síðan 1928 og með því unnið íslenzkri
æsku og ungmennafélagshreyfingunni ómet-
anlegt gagn. Á yngri árum var Sigurður með-
al fræknustu íþróttamanna landsins. Hann var
glímukappi íslands í 5 ár samfleytt og aflaði
sér síðan menntunar í íþróttafræðum í Dan-
mörku við hinn kunna fimleikaskóla, sem
Niels Bukh stofnaði í Ollerup á Fjóni árið
1920.
Sigurður átti stærstan þátt í endurreisn
Landsmóta UMFÍ 1940 og stjórnaði Lands-
mótinu, var háð í Haukadal það ár.
SKINFAXI
21