Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 21
Nýir heiðursíélagar Eiríkur J. Eiríksson Sigurður Greipsson Á 26. Sambandsþingi UMFÍ voru tveir af eldri forystumönnum ungmenna- félagshreyfingarinnar kosnir heiðurs- félagar Ungmannafélags íslands. Eiríkur J. Eiríksson hefur frá barnæsku verið í ábyrgðarstöðum í ungmennafélags- hreyfingunni. Hann hefur manna lengst gegnt embætti sambandsstjóra UMFÍ eða í rúm 30 síðastliðin ár, en áður var hann varasambads- stjóri. Eiríkur tók við forystunni af Aðal- steini Sigmundssyni. Þá hefur Eiríkur gegnt ritstjórastörfum við Skinfaxa í nokkur ár á Þessu tímabili. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, lét séra Eiríkur af störfum í stjórn UMFÍ á sambandsþinginu eftir ára- tugalangt forystuhlutverk í þágu samtak- anna, en ungmennafélagar vona að hann verði áfram í sem nánustum tengslum við hreyfinguna. Sr. Eiríkur var skólastjóri við Héraðsskól- ann á Núpi i Dýrafirði á árunum 1942—1960, en þá tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, sem hann hefur gegnt síðan. Sigurður Greipsson skólastjóri og bóndi í Haukadal er löngu þjóðkunnur fyrir störf sín í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar, fyrir skólahald sitt í Haukadal og íþróttaafrek á yngri árum. Sigurður áti um árabil sæti í stjórn UMFÍ. Hann var formaður Hérassambandsins Skarp- héðins í 45 ár, frá 1921-1966. Þetta er langur starfsferill, en Sigurður hefur sem betur fer ekki dregið sig út úr hópi ungmennafélaga, þótt hann hafi látið af ábyrgðarstörfum. Hann var með á Landsmótinu á Eiðum í fyrra og hann var á sambandsþinginu nú. íþróttaskól- ann í Haukadal hefur Sigurður rekið í rúm 40 ár eða síðan 1928 og með því unnið íslenzkri æsku og ungmennafélagshreyfingunni ómet- anlegt gagn. Á yngri árum var Sigurður með- al fræknustu íþróttamanna landsins. Hann var glímukappi íslands í 5 ár samfleytt og aflaði sér síðan menntunar í íþróttafræðum í Dan- mörku við hinn kunna fimleikaskóla, sem Niels Bukh stofnaði í Ollerup á Fjóni árið 1920. Sigurður átti stærstan þátt í endurreisn Landsmóta UMFÍ 1940 og stjórnaði Lands- mótinu, var háð í Haukadal það ár. SKINFAXI 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.