Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 22

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 22
Landgræðslustarf ungmennafélaganna í sumar Um 100 lestir af fræi og áburði í örfoka land .. . Landgræðslustarfi ungmennafélaganna í sumar, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, lauk um miðjan júlí. Sáð var um 7 lestum af grasfræi, melgresi og höfrum í örfoka landsvæði og dreift um 90 lestum af áburði bæði á ný upp- ræktunarsvæði og einnig á þá staði, sem í var sáð í fyrra. Ný landgræðslusvæði, sem fræi og áburði var dreift á í sumar, eru sam- tals um 150 hektarar að stærð, en auk þess var borið á 170 hektara, sem sáð var í af ungmennafélögunum í fyrra. Samtals var því borið á 320 hektara svæði í ár. Rúmlega 400 ungmenna- félagar tóku þátt í landgræðsluferð- unum í sumar Hér er um að ræða mikla aukningu landgræðslustafsins miðað við síðast- liðið ár. Þó hefði þetta sjálfboðaliðs- starf ungmennafélaganna getað orðið a.m.k. tvöfalt meira, ef fé hefði verið fyrir hendi til kaupa á fræi og áburði- Landgræðsla ríkisins hefur takmarkað fé til kaupa á þessum hlutum, og framboð ungmennafélaga til land- græðslustarfsins er miklu meira en til- varandi fjárveiting ríkisvaldsins til efniskaupa. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því, að áhugi á landgræðslu er vaknað- ur hjá þjóðinni almennt. Félagssamtök af ýmsu tagi vinna landgræðslustörf i vaxandi mæli. Sumar af landgræðslu- ferðum ungmennafélaganna eru líka farnar í samvinnu við gróðurverndar- nefndir og búnaðarsamtök, enda sjálf- sagt að taka höndum saman við alla, er vilja vinna að þessu þjóðþrifamáli- Miklar og góðar vonir eru bundnar við hin nýju landssamtök áhugaaðila um landgræðslu, sem nú er verið að undir- búa. I stuttu máli sagt voru landgræðslu- ferðir á vegum ungmennafélaganna i sumar sem hér segir: 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.