Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 24

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 24
Samtíð og iramtíð NÁTTÚRA ÍSLANDS Góðu heilli virðist náttúruvernd á íslandi eiga almennu fylgi að fagna. Fólki varð ó- notalega bilt við, þegar það fréttist að hið ein- stæða landsvæði Þjórsárver við suðurjaðar Hofsjökuls myndi gert að vatnsbotni, ef efri hluti Þjórsár yrði virkjaður, eins og ráðagerð- ir hafa verið uppi um. í Þjórsárverum er stærsta og fegursta varpsvæði heiðargæsar- innar, og frá sjónarmiði náttúrufræðinnar er dýrmæti þeirra ómetanlegt. Sem betur fer virðist almenningur hafa hug á því að hin ósnortna náttúrufegurð Islands sé látin ó- skert og óáreitt. Náttúrufræðingar og nátt- úruverndarsamtök, hérlendis og erlendis, hafa einum rómi og einarðlega krafizt þess að Þjórsárver fái að vera í friði. Hinn kunni brezki fuglafræðingur Peter Scott sagði skýrt og skorinort að ef Þjórsár- ver yrðu gerð að uppistöðupolli vegna stíflu- gerðar, væri það alþjóðlegt hneyksli. Ekki verður öðru trúað en að ráðamenn landsins viðurkenni í verki að til séu fleiri verðmæti en þau, sem reiknuð verða til fjár. ísland á mikið af óspilltri og friðsælli náttúrufegurð, sem betur fer falla fleiri vötn til sjávar en Þjórsá. Vötn sem sækja má orku í án þess að spilla óbyggðanáttúrunni. Fegurð og verðmæti En náttúrufegurð er víðar en í óbyggðum. í Suður- Þingeyjarsýslu um 300 m yfir sjó er eitt sérkennilegasta og fegursta byggðarlag á íslandi, Mývatnssveitin með djásni sínu, Mý- vatni. Úr því rennur Laxá milli grasi gróinna bakka. En nú stendur svo á, að það vantar meira rafmagn norðanlands. Til þess að bæta úr því eru ráðagerðir á döfinni um að fórna feg- urð Laxár með því bókstaflega að færa gömlu Laxá og bakka hennar í kaf. I öðru lagi yrði ein dáfögur sveit, Laxárdalur, lögð í eyði með vatnsuppistöðu, og í þriðja lagi kynni að verða farið svo með sjálft Mývatn að það fylltist af auri og sandi á skömmum tíma. Þetta yrðu afleiðingarnar, ef alvara yrði úr því að veita Suðurá, sem á upptök í norður- jaðri Ódaðahrauns, og Svartá, sem kemur úr Svartárvatni, í Kráká og norður í Mývatn eins og í athugun er. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.