Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1969, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.09.1969, Qupperneq 24
Samtíð og iramtíð NÁTTÚRA ÍSLANDS Góðu heilli virðist náttúruvernd á íslandi eiga almennu fylgi að fagna. Fólki varð ó- notalega bilt við, þegar það fréttist að hið ein- stæða landsvæði Þjórsárver við suðurjaðar Hofsjökuls myndi gert að vatnsbotni, ef efri hluti Þjórsár yrði virkjaður, eins og ráðagerð- ir hafa verið uppi um. í Þjórsárverum er stærsta og fegursta varpsvæði heiðargæsar- innar, og frá sjónarmiði náttúrufræðinnar er dýrmæti þeirra ómetanlegt. Sem betur fer virðist almenningur hafa hug á því að hin ósnortna náttúrufegurð Islands sé látin ó- skert og óáreitt. Náttúrufræðingar og nátt- úruverndarsamtök, hérlendis og erlendis, hafa einum rómi og einarðlega krafizt þess að Þjórsárver fái að vera í friði. Hinn kunni brezki fuglafræðingur Peter Scott sagði skýrt og skorinort að ef Þjórsár- ver yrðu gerð að uppistöðupolli vegna stíflu- gerðar, væri það alþjóðlegt hneyksli. Ekki verður öðru trúað en að ráðamenn landsins viðurkenni í verki að til séu fleiri verðmæti en þau, sem reiknuð verða til fjár. ísland á mikið af óspilltri og friðsælli náttúrufegurð, sem betur fer falla fleiri vötn til sjávar en Þjórsá. Vötn sem sækja má orku í án þess að spilla óbyggðanáttúrunni. Fegurð og verðmæti En náttúrufegurð er víðar en í óbyggðum. í Suður- Þingeyjarsýslu um 300 m yfir sjó er eitt sérkennilegasta og fegursta byggðarlag á íslandi, Mývatnssveitin með djásni sínu, Mý- vatni. Úr því rennur Laxá milli grasi gróinna bakka. En nú stendur svo á, að það vantar meira rafmagn norðanlands. Til þess að bæta úr því eru ráðagerðir á döfinni um að fórna feg- urð Laxár með því bókstaflega að færa gömlu Laxá og bakka hennar í kaf. I öðru lagi yrði ein dáfögur sveit, Laxárdalur, lögð í eyði með vatnsuppistöðu, og í þriðja lagi kynni að verða farið svo með sjálft Mývatn að það fylltist af auri og sandi á skömmum tíma. Þetta yrðu afleiðingarnar, ef alvara yrði úr því að veita Suðurá, sem á upptök í norður- jaðri Ódaðahrauns, og Svartá, sem kemur úr Svartárvatni, í Kráká og norður í Mývatn eins og í athugun er. 24 SKINFAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.