Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 26

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 26
fyrir rúmum 10 árum en með óhæfu fyrir- komulagi, sem ekki skilaði neinum hagnaði. Samkvæmt þessum lögum skulu brot gegn þeim sæta sömu meðferð og almenn lögreglu- mál, og sektir renna í íþróttasjóð. Eins og kunnugt er, hófst opinber get- raunastarfsemi hér að nýju snemma í vor, en hafði þá mánuðum saman verið starf- rækt af nokkrum íþróttafélögum í Reykjavík hálfopinberlega og vitaskuld ólöglega, án þess að viðurlögum ofangreindra laga væri beitt. Og ekkert fékk íþróttasjóður sektarféð í tekjuauka. Að grípa gæsina — eða sleppa henni Marga furðaði á því, að stjórn íþróttasjóðs afsalaði sér öllum þorra tekna af hinni nýju getraunastarfsemi til íþróttasambands ís- lands, Knattspyrnusamb. og til eins héraðs- sambands (íþróttabandalags Reykjavíkur). Þegar þetta er ritað hafa 5 getraunaraðir verið settar í umferð og seldar, og brúttósala hefur numið 1,8 milljón króna. Helmingur þessarar upphæðar er varið til vinninga, en ágóðinn fer ekki í íþróttasjóð eins og lög gera ráð fyrir og flestum virðist að honum hefði ekki veitt af. Allir íþróttaunnendur hljóta að sjálfsögðu að fagna því að ÍSÍ ,KSÍ og ÍBR skuli fá aukin fjárráð. Hjá öllum þessum aðilum eru dug- andi forystumenn, sem með eigin dugnaði hafa gert stórátök til að rétta við fjárhag þeirra. Framlög ríkisins til ÍSÍ (3,6 milljónir króna skv, yfirstandandi ríkisfjárlögum) slaga orðið nokkuð hátt upp í framlagið til íþróttasjóðs. ÍSÍ er vel að þessu fé komið, og því aðeins getur slík hreyfing gegnt hlutverki sínu að hún sé sómasamlega fjársterk. Nú er líka svo komið, að ÍSÍ er að nokkru leyti farið að gegna hlutverki íþróttasjóðs með því að lána fé til ýmiss konar íþróttamannvirkja og heimavistarbyggingar íþróttakennaraskóls- ans. Svo aumur er íþróttasjóður orðinn, að einn sá aðili, sem lögum samkvæmt á að þiggja fjárhagslegan stuðning frá honum, er orðinn veitandi til þriðja aðila, vegna van- máttar sjóðsins. Hér hafa átt sér stað algjör hausavíxl, og fátt sýnir óframdarástandið betur en einmitt þetta. En þótt ÍSÍ, KSÍ og ÍBR fái nú enn aukin fjárráð vegna getraunagróðans, þá leysir það ekki vanda þeirra, sem lögum samkvæmt eiga rétt á stuðningi úr íþróttasjóði, en fá ekki, vegna þess að hann er fjárvana. Þeim mun sorglegra er að horfa upp á það, að stjórn hins fátæka sjóðs skuli veita fram hjá honum þeirri fjárlind, er lögum sam- kvæmt átti að renna í brunn íþróttasjóðs, sem löngu er þurrausinn. Vonandi er þetta þrítuga óskabarn ekki alveg heillum horfið. Með einhverjum ráðum verður að koma fjármálum allra þeirra, sem að íþróttastarfi vinna, svo og íþróttasjóðs, á heilbrigðan grundvöll. E.Þ. VERÐLAUNAKOSTNAÐUR Kostnaður vegna verðlauna á íþróttamótum er orðinn gífurlega hár, og forystumenn ung- menna- og íþróttafélaga hafa að vonum tals- verðar áhyggjur af þessu. Af mörgum íþrótta- mótum eru litlar sem engar tekjur, enverð- launakostnaður getur numið jafnvel tugum þúsunda, ef t. d. þrem fyrstu í hverri grein á sundmótum eða frjálsíþróttamótum eru veittir verðlaunapeningar. Þetta vandamál er hægt að leysa á mjög hagkvæman hátt með því að veita verðlauna- skjöl í stað verðlaunapeninga. Verðlauna- skjöl hafa ýmsa kosti fram yfir verðlauna- peningana.. T.. d. eru þau miklu betri heim- ild og skemmtilégri minjagripur, þegar frá líður Á þau er skréð tilefni verðlaunanna, nafn mótsins og dagsetning og svo einnig árangurinn. Ef íþróttafólk temur sér að varð- veita skjölin í góðum möppum eða albúmum. er mjög ánægjulegt að fletta upp á þeim við ýmis tækifæri. Fyrir ungmenna- og íþróttafélögin skiptir það líka verulegu máli að skjölin eru marg- falt ódýrari en peningarnir. Skrifstofa UMFÍ útvegar aðildarfélögum sínum tilboð í gerð slíkra skjala. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.