Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 27

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 27
Guðmundur Þórarinsson Gagnsemi íþrótta- og kynningarstarisemi Á síðari árum hafa komið fram í heim- inum ýmis ný hugtök. Eitt þeirra er „PR“, sem farið hefur sem eldur í sinu um heim allan og valdið miklum straumhvörfum á mörgum sviðum og breyttum hugsunarhætti og viðhorfi manna. „PR“, skammstöfun á ensku orðun- um Public Relations, er notað um hverskonar kynningarstarfsemi á hlut- um eða viðhorfum, ýmist innan tak- markaðs hóps manna eða út á við til alls almennings. Starfsemi þessi byggist á auglýsing- um og útskýringu jafnt á rituðu máli sem töluðu, bókum, bæklingum og blaðagreinum, útvarpserindum og sjónvarps, kvikmyndum og auglýs- ingamyndum í sjónvarpi sem og kvik- myndahúsum og getur, ef öfluglega er starfað, nálgast að geta kallast áróður. Iþróttastarfseminni er full þörf mikill- ar og vinsamlegrar kynningar, bæði út á við sem innan eigin áhrifahóps. Því miður er því of oft svo farið, að mönn- um er ekki gefið að geta kynnt starf- semi sína eða eru hræddir um, að ef þeir gerðu það, þá yrðu þeir ásakaðir fyrir að vera að trana sér fram. Áhrifamesta kynning íþrótta er auð- vitað það, sem blöðin, hljóðvarp og sjónvarp flytja. En þar sem aðalhlut- verk þeirra er að flytja fréttir, þá verð- SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.