Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 33

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 33
Spurningakeppni ungmennaíélaganna Spurningakeppni hefur verið vinsæl og vel heppnuð skemmían hjá ungmenna- félögunum víða um land. Hér koma frásagnir af nokkrum þeirra. USVH Af 7 sambandsfélögum í Vestur-Húna- vatnssýslu tóku 5 þátt í keppninni. Fé- lögin sem kepptu voru: Umf. Dagsbrún, Hrútafirði; Umf. Grettir, Miðfirði; Umf. Kormákur, Hvammstanga; Umf. Reykjaskóla, nemendafélag skólans og Umf. Víðir, Víðidal. Hvert lið fékk 10 spurningar til úr- lauslausnar, en margar þeirra voru í fleiri liðum. Dómari í keppninni var Ólafur Kristánsson skólastjóri Reykja- skóla. Keppnin fór fram á 3 samkomum er USVH gekkst fyrir. Hin 1. var haldin Aðspurður sagði Höskuldur að hann teldi að hér hefði meku starfi verið hrundið af stað og þyrfti að efla það í framtíðinni. Til þess að hægt væri að starfrækja slíka stofnun með lágmarks- kostnaði fyrir þátttakendur, þyrfti nýt- ingin að vera sem bezt. En til þess að það megi takast verða íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd að skipuleggja sumarstarfsemi sína ræki- lega fyrirfram, þannig að hægt sé að velja sér tíma til æfinga á Laugarvatni án þess að það rekist á íþróttamót eða aðra athafnasemi viðkomandi aðila. í Ásbyrgi Miðfirði þ. 20. marz, sú næsta í Reykjaskóla þ. 29. marz og úr- slitakeppnin var síðan í Víðihlíð síð- asta vetrardag 23. apríl og var þá dans- leikur að lokinni keppni. Til úrslita kepptu lið Umf. Dags- brúnar og Umf. Kormáks, og sigraði Umf. Dagsbrún. Lið Umf. Dagsbrúnar var þannig skipað: Þorsteinn Jónasson Oddstöðum, Þórarinn Þorvaldsson Þóroddsstöðum og Margrét Guð- mundsdóttir Reykjaskóla. Þátttökufélögin skiptust á um að sjá um skemmtiefni á samkomunum, var það hið fjölbreyttasta m.a. söngur, upplestrar og leikþættir. Allar sam- komurnar voru fjölsóttar og fóru vel fram. Liðið sem sigraði hlaut í verðlaun skoðunarferð til Grænlands með Flug- félagi Islands. Var þessi verðlaunaveit- ing í samvinnu við HSÞ og UMSS og var sú ferð farin um mánaðamótin júní-júlí. Ólafur B. Óskarsson SKINFAXI 33

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.