Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 38

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 38
árum. Þingið ályktar að minnkandi geta í- þróttasjóðs til þess að styrkja stofnkostnað íþróttamannvirkja dragi úr eðlilegum vexti íþróttaiðkana. Þingið samþykkir því að skora á Alþingi að hækka framlag til íþróttasjóðs við afgreiðslu næstu fjárlaga í 20 millj. kr., svo hægt verði fyrir sjóðinn á næstu 4-5 árum að greiða „vangreidda þátttöku“ í full- og hálfgerðum íþróttamannvirkjum og hafið að styrkja ný nauðsynleg íþróttamannvirki, samkvæmt framkvæmdaáætlun. SKÝRSLUR FÉLAGA OG SAMANDA Þingið ályktar að ýtarlegar og nákvæmar skýrslur um störf sambadsaðila séu starfsemi ungmennafélaganna nauðsynleg heimildar- gögn. Um leið og þingið þakkar batnandi skýrslur, samþykkir það að vekja athygli sambandsaðila á, að í skýrslunum séu skrár yfir félög og formenn þeirra, félagatal og iðk- endatal ásamt yfirliti yfir hverja þá starf- semi, sem félög eða sambönd annast. NORRÆNA SUNDKEPPNIN Þingið ályktar að Norræna sundkeppnin sé árangursrík aðferð til þess að minna þjóðina á sundlaugar og iðkun sunds, og treysta þannig og efla sundgetu hennar. Þingið skor- ar því á iandsmenn alla að iðka sund og reyna sundgetu sína með þv£ að synda 200 metr- ana Þá hvetur þingið alla sambandsaðila til að taka framkvæmd keppninnar virkum tökum. STARFSÍ ÞRÓTTAKENN SL A Þingið felur væntanlegri sambandsstjórn að útvega hið fyrsta leiðbeinendur í starfsíþrótt- um, sem ferðast gætu milli sambandsaðila og veitt tilsögn í sem flestum greinum starfs- íþrótta. Þar sem um er að ræða greinar af hinum margþætta starfsvettvangi, er mjög líklegt að þessi leiðsögn geti farið fram á öll- um tímum ársins_ Þá vill þingið hvetja til þess að samtökin verði vel vakandi um fjöl- breytni á þessum vettvangi og taki nýjar keppnisgreinar til meðferðar. Hafsteinn Þorvaldsson, sambandsstjóri í ræðustóli á 26. þinginu. (Ljósm. Jóh. Sigm.) MENNINGARLEGAR SKEMMTANIR 26. sambandsþing UMFÍ haldið að Laugum í S.-Þing. 21. og 22. júní, lýsir ánægju sinni yfir vel heppnuðu samkomuhaldi héraðssambanda og einstakra ungmennafélaga Má þar nefna: Sumarhátíðir, héraðsmót, spurningakeppnir, unglingadansleiki o. fl. Þingið leggur áherzlu á, að sambandsaðilar vandi sem mest undir- búning og framkvæmd alls samkomuhalds, og hafi í huga að koma til móts við skemmtana- þörf ungs fólks á öllum tímum árs. Þá verði reglusemi jafnan í heiðri höfð á öllum sam- komum ungmennafélaganna og einskis látið ófreistað til þess að ná því takmarki. LÖGGJÖF UM ÆSKULÝÐSMÁL 26. sambandsþing UMFÍ beinir þeim tilmæl- um til menntamálaráðherra, að frumvarp um æskulýðslöggjöf fái afgreiðslu hið fyrsta. UM ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLANN 26. sambandsþing UMFÍ ályktar að íþrótta- kennaraskóli Björns Jakobssonar og íþrótta- kennaraskóli íslands hafi lagt mikilsverðan grundvöll að heilladrjúgu íþróttalífi þjóðar- innar. Þingið samþykkir því að skora á ríkis- stjórn Islands og þá sérstaklega menntamála- ráðherra að leggja frumvarp það á breyting- um á lögum skólans, sem unnið var í nefnd 1964-1967, fyrir næsta reglulegt alþing og fá það afgreitt sem lög á því þingi. 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.