Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 39

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 39
Frá staríi ungmennafélaganna Sambandsmót UMSK í frjálsum íþróttum fór fram í Saltvík 28. júní. 40 þátttakendur tóku þátt í mótinu frá 5 félögum. Árangur var góður í mörgum greinum enda þótt völlurinn væri þungur vegna langvarandi rign- inga. Beztu afrekin í frjálsum íþróttum voru: Þrístökk Karls Stefánssonar 14.12 m og kúluvarp Lárusar Lárus- sonar 14.04 m, 100 m hl. Kristínar Jónsdóttur 13.5 sek., spjótkast Arn- dísar Björnsdóttur 33.74 m. Breiðablik í Kópavogi átti sigurveg- ara í öllum greinum nema í kúluvarpi kvenna, þar sigraði Alda Helgadóttir Stjömunni í Garðahreppi, fjölhæf íþróttakona. I handknattleik kvenna sigruðu Islandsmeistarar Vals, UMSK með 7 mörkum gegn 3. I knattspyrnu 3. fl. sigraði Grótta Aftureldingu með 3 gegn 2. Hátíðin var vel sótt og fór vel fram. Mótstjóri var Ólafur Unnsteinsson. Úrslit karla: 100 metra hlaup sek. 1 Trausti Sveinbjörnsson, B .......... 11.6 2 Karl Stefánsson, B ................. 12.3 3 Erlingur Jónsson, B ................ 12.3 4 Helgi Sigurjónsson, B .............. 12.6 ÖRNEFNASÖFNUN 26. sambandsþing UMFÍ minnir á að örnefna- söfnun hefur í marga áratugi verið eitt af við- fangsefnum ungmennafélaganna. Þingið hvet- ur öll ungmennafélög til að halda til haga þeim söfnum, sem þegar eru til, og vera við- búin að hefja samvinnu við Þjóðminjasafnið ef það leitar til félaganna í sambandi við þetta mál. FÉLAGSMÁLAKENNSLA OG LEIÐBEINENDA NÁMSKEIÐ Þingið ályktar að góður árangur hafi náðst með áfangamenníun leiðbeinenda sem sér- sambönd og héraðssambönd hafa efnt til í samvinnu við íþróttakennaraskóla íslands. Þingið samþykkir því að hvetja sambands- aðila til þess að kynna sér þessa starfsemi og efna til slíkra námskeiða, sem nái til einstakl- inga eins héraðs eða fleiri. Þá vill þingið þakka þá nýjung, sem menntamálaráðuneytið leyfði að gerð væri á s. 1. hausti í héraðsskólanum í Reykholti, að nemendum í 4. bekk væri leyft að nema íþróttafræði sem valgrein. Um leið og þingið þakkar skólastjóra héraðsskólans og kennur- um þessarar deildar skólans störf að þessari nýjung, vill það hvetja fleiri forráðamenn héraðs- og gagnfræðaskóla til þess að taka slika starfsemi inn á námsskrá skóla þeirra. SKINFAXI 39

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.