Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 1
51ÓmRHHRBLHÐIQ UIKIHBUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM AN N A S A M B A N D ÍSLANDS IV. árg. 11.—12. tbl. Reykjavik, nóv —des. 1942 JÚ L Geturöu hugsaÖ þér, að þú vaknir einn góðan veðurdag um borð í skipi, án þess að vita, hvernig þú ert þar kominn? Þú finn- ur, að það er á hreyfingu. Á skipinu verður þú var fleiri manna. Það er vakað og sofið, etið og drukkið, starfað og hvílst. Við og við verðurðu var við, að menn hverfa af skipinu, en aðrir koma í þeirra stað, ný andlit, sem þú hafðir ekki séð áður. Ef þú lentir i slíku ævintýri sem þessu, hvernig yrði þér innan brjósts? Gæti þér staðið algerlega á sama um ferðina? Ef ekki, hvers mundirðu þá spyrja? Sennilega eitthvað á þessa leið: Hvert er skipið að fara? Hvað á að verða um mig? Til hvers er ég kominn á skipið? Hver stjórnar skipinu? Vill hann mér vel eða er hann mér fjandsamlegur? Hvað verður um mennina, sem hverfa? Get ég einhverju ráðið sjálfur um afdrif min? Og hvar á ég að leita leiðbeiningar um það, hvað gera skuli? Flestum sjómönnum mundi finnast það hlægilegt að lenda í sliku ferðalagi sem þessu, og spyrja einskis. Það þarf ekki nema einfalda athugun til þess að sjá, að líðan manna á hvaða skipi sem er hlýtur að verða undir því komin, hvernig þessum spurn- ingum er svarað. Það varðar nokkru, hvort góður skipstjóri er á pallinum eða það er illmenni eða jafnvel vitfirringur, sem stefnir öllu í voða. — Og er það ekki lika nokkuð þýðingarmikið atriði, hvort hin æðstu völd skipsins eru vinveitt þér persónulega eða fjand- VIKINGUR 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.