Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 6
Kveðjuorð
Það er oft tregt tungu að hræra þegar sorg-
aratburði ber að, en mig langar þó með örfáum
kveðjuorðum, fyrir mína hönd og annara sjófé-
laga okkar, að votta þeim Sigfúsi Kolbeinssyni,
Haraldi Guðjónssyni, Gústaf A. Gíslasyni, Vil-
hjálmi Torfasyni, Jónasi Bjarnasyni og Karel
Ingvarssyni, sem fórust með b.v. Jóni Ólafssyni,
virðingarvott okkar, er unnum með þeim lengst
af í 10 ár á skipunum b.v. Ólafi og b.v. Kára.
Á svo löngu tímabili til sjós, er svo margs að
minnast, er hugurinn geymir. Stundir samhuga
gleði yfir fengnum afla eða sameiginlegir erfið-
leikar við óblíð vinnuskilyrði. Innlifun í hvers
annars hagi, því skipið er eins og annað heimili
sjómannsins, og skipshöfnin nokkurskonar fjöl-
skylda. Og þó allir sjómenn þrái mest að vera
við heimili sín í landi, þrá þeir þó ávalt sjóinn,
þrátt fyrir alla erfiðleika og lífshættu sem hon-
um fylgir, hann er þeirra líf og blóð.
Þegar sorgarfregnin berst inn á heimilin, að
ástvinurinn kemur aldrei aftur.; er eins og heill
heimur hrynji í rústir í hugum þeirra sem heima
eru. Lífið sem áður, þrátt fyrir oft mikinn kvíða
meðan á fjarvistum stóð, var ánægjulegt og
fullt af gleði og trú á betri framtíð, missir allt
í einu gildi sitt, að því er virðist.
Við, sem unnum svo lengi með þessum mönn-
um og þekktum aðra félaga þeirra á skipinu,
vissum að allir þessir menn ræktu æfistarf sitt,
sjómennskuna, af hinni mestu prýði og mann-
dómi, sendum þeim hinztu kveðju okkar með
þakkarhug fyrir margar ánægjulegar samveru-
stundir í lífinu, og vottum aðstandendum þeirra
innilega samúð okkar í sorgum þeirra.
Karl Guðmundsson skipstjóri.
Sigfús Kolbei nsson
skipstjóri
Var fæddur 19. nóv. 1904 í Reykjavík, sonur
Kolbeins Þorsteinssonar skipstjóra og Kristínar
Vigfúsdóttur.
Strax í æsku byrjaði hann að fara með föður
sínum á sjóinn, og um 14 ára aldur hóf hann
að stunda sjóinn sem framtíðar lífsatvinnu sína.
Á uppvaxtarárunum var hann eitt ár við nám í
Hvítárbakkaskólanum o g annað á verslunar-
skóla, en fór síðan strax aftur á sjóinn. Var
hann lengst af á botnvörpuskipum, en um nokk-
ur ár einnig á Eimskipafélagsskipum.
Árið 1923 útskrifaðist hann úr Stýrimanna-
skóianum með ágætis einkunn. Varð hann
skömmu seinna stýrimaður á b.v. Tryggva
gamla og um tíma skipstjóri með það skip. 1930
fór hann stýrimaður á b.v. Max Pemberton og
var á honum til ársins 1933, er hann varð skip-
stjóri á b.v. Ólafi. Var hann skipstjóri með það
skip á annað ár, en fór síðan stýrimaður á b.v.
Kára. Af honum fór hann stýrimaður á b.v.
Jón Ólafsson og var skipstjóri með það skip í
Englandsferðum.
Sigfús var hár maður vexti og föngulegur.
Allir, sem með honum voru, kynntust þar hin-
um bezta dreng í hvívetna. Hann var seintek-
inn ókunnugum, en raungóður þeim er kynnt-
ust honum. Hann var dagfarsprúður, hvort sem
var á stundu gleðinnar eða á erfiðum stund-
um lífsbaráttunnar til sjós.
Hann var kvæntur Rannveigu Ásgrímsdóttur
og eiga þau eina dóttur. Var heimili þeirra hið
prýðilegasta.
Sigfúsi var sjómennskan í blóð borin, öll hans
starfsár voru til sjós, sem skipstjóri var hann
aðgætinn og góður stjórnari, svo um hann varð
sagt að hann væri hinn bezti sjómaður.
H. J.
r
Asgeir Magnússon
vélstjóri
Með togaranum Jóni Ólafssyni hurfu þrettán
góðir drengir, en meðal þeirra var einn vina
minna, og mun mér seint úr minni líða allar
þær ánægjulegu stundir er við unnum sameig-
inlegan sigur á ýmsum örðugleikum, sem fyrir
komu í starfi okkar meðan við sigldum saman.
Ásgeir Magnússon var fæddur á Þingeyri 30.
marz 1902. Hann var sonur merkishjónanna
Magneu ísaksdóttur og Magnúsar Ásgeirssonar
læknis í Þingeyrarhéraði. Ásgeir var á fyrsta
ári þegar hann missti föður sinn, en ólst upp
hjá föðursystur sinni, frú Arnfríði Ásgeirsdótt-
ur og manni hennar Sturlu Jónssyni skipstjóra
á ísafirði.
Innan við fermingu byrjaði hann að stunda
sjó og gat aldrei fest yndi við landvinnu eftir
það.
Þrátt fyrir ýmsa örðugleika, og þá helzt fé-
leysi, brauzt hann í að koma sér á verkstæði
til undirbúnings vélfræðinámi, og með einstakri
elju og dugnaði lauk hann prófi frá Vélstjóra-
skóla íslands vorið 1935 og tók þá við lífsstarfi
því er hann hafði búið sig undir.
Þess má og geta, að í langan tíma áður en
hann öðlaðist vélstjóraréttindi gegndi hann
störfum 2. vélstjóra um borð í b.v. Braga, og
sýnir það meðal annars traust það, er menn
innalega samúð okkar í sorgum þeirra.
V I K I'N G U. R