Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 22
Esja hefir verið afgreidd.
Færi vel að þeim tækist að búa þannig í hag-
inn fyrir sig, að sjósókn gæti orðið nokkurn-
veginn örugg í hinum fagra firði þeirra, þó illa
viðraði. Fjarðarbúar eru sjálfir tilbúnir að
fórna því til sem þeir geta, og þeim verður
margt til liðs, sem ákveðnir eru í að hjálpa sér
sjálfir. Henry Hálfdansson.
SJÓÚRIÐ
Fyrsta sjóúr — chronometer —, sem sögur
fara af, var smíðað af enska timburmanninum
John Harrison og reynt um borð í enska her-
skipinu „Merlin“ árið 1765. Sjóúr þetta var
árangur margra og langra tilrauna, sem gerðar
voru til þess að búa til nákvæma stundaklukku,
er gæti þolað hnjaskið af hreyfingum skipa, án
þess að breyta sér verulega. Sjóúr Harrisons
má telja einn af merkustu viðburðum á sviði
siglinganna, — enda vann það 20.000 stpd.
verðlaun, sem enska ríkið hafði veitt í því skyni
—, því að fyrir þann tíma gátu skip í sjó ekki
ákveðið lengdarsig sitt eftir gangi himintungla,
vegna vöntunar á nákvæmri tímaákvörðun.
Hin nýju sjóúr þóttu því hinar mestu ger-
semar og voru gerðar ýmsar ráðstafanir til
þess að tryggja sem bezt gang þeirra og alla
gæzlu, — og eimir ennþá eftir af ýmsum ráð-
stöfunum. Til þess að úrið ekki stöðvaðist, varð
að draga það upp reglulega, og var það gert
um hádegi hvern dag, en til þess að bað ekki
skyldi glevmast var t. d. ákveðið að ekki mætti
úthluta hádegisverði til skinshafnarinnar fyrr
en skipstjórinn hafði hátíðlega látið tilkynna
kokknum að sjóúrið hefði verið dregið upp! Af
mjög mannlegum ástæðum þótti þetta svo snot-
ur og gagnleg ráðstöfun, að hún er enn við lýði
um borð í herskipum sumra þjóða enn þann dag
í dag. P. S.
Kolbeirm Sigurðsson
skipstjóri fimmtugur
Kolbeinn Sigurðsson skipstjóri varð 50 ára í
september síðastl. Allir þeir, sem Kolbein
þekkja, óska honum heilla og hamingju á þess-
um tímamótum æfi hans. Eins og það er á allra
vitorði, í sjómannastétt landsins, og þá sérstak-
lega á fiskiflotanum, að hann er fiskimaður
með ágætum og heppinn stjórnari, þá er það
og almannarómur, að hann er með eindæmum
vel liðinn og virtur af þeim mörgu, er með hon-
um hafa siglt og starfað, lengur eða skemur,
frá því er hann gerðist yfirmaður á fiskiskip-
um. Mun hann og njóta mikils trausts útgerðar-
félags þess, er hann starfar fyrir.
Kolbeinn hefir verið yfirmaður frá því árið
1920 — og af þeim tíma skipstjóri 19 ár — og
nú síðastliðin 14 ár á Þórólfi. Eru margir farn-
ir að gefa sig eftir svo langt sjóvolk, við erfitt
starf sem togaraveiðar eru, þegar þær eru
stundaðar af þeirri elju og ósérhlífni, sem Is-
lendingar gera almennt, en Kolbeinn lætur
hvergi á sjá, sama rósemin og festan, sama
hreystilega útlitið. Islensk sjómannastétt á því
láni að fagna að eiga marga ágæta menn í sín-
um röðum. Þar er Kolbeinn meðal hinna
fremstu. í tilefni þessara tímamóta í lífi Kol-
beins óskar Sjómannablaðið Víkingur honum
heilbrigðis og sigurs í hverri raun í framtíð-
inni. Á.
22
VÍKINGUR