Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 25
fléstir okkar voru orðnir gereyðilagðir á taug-
um.
Um 50 mílum undan ströncl Rússlands skildu
níu af þeim skipum, sem eftir voru, við lestina
og tóku stefnu til Archangelsk, en við hinir
héldum áfram til Murmansk. Aftur og aftur
réðust flugvélar á okkur, en við sluppum við
frekari skemmdir. Skömmu síðar komu rúss-
neskar flugvélar og sveimuðu yfir skipalest-
inni, tvær og tvær saman. Þá fannst mér við
öruggir, og ég sofnaði og svaf lengi. Þegar ég
vaknaði aftur og fór upp á þilfar, voru rúss-
neskar flugvélar enn á vakki, en mér heyrðist
fjöldi flugvéla vera hærra í lofti.
„Heyrirðu nokkuð?“ spurði ég hásetann, sem
var á verði á stjórnpallinum.
„0, já“, sagði hann. „Það koma víst flug-
vélar“.
Svo komu þær niður úr skýjunum, kringum
15 steypiflugvélar í hóp. Ég rétti út hendina, til
þess að gefa hættumerkið, en það var of seint.
Sprengjurnar dundu allt umhverfis skipið, en
engin hitti. Ein kom rétt hjá okkur á stjórn-
borða, og skipið kastaðist til. Allt gler og leir-
kyns um borð brotnaði mélinu smærra.
Ég sá dyrnar á sprengjurúmum flugvélanna
opnast yfir mér, og fylgdist með sprengjunum
þegar þær féllu, eins og maður fylgist með
knetti á leikvelli. Sú sjón var ekki skemmtileg.
1 Xui’iiiiiiiskliöÉ’ii.
Skipstjórinn kom þjótandi upp, þegar
sprengjurnar féllu. Hann ákvað að renna skip-
inu á landi, til þess, að bjarga farminum. Við
breyttum um stefnu til næstu strandar, en
skömmu síðar kom fyrsti vélstjóri og tilkynnti,
að troðið hefði verið í verstu götin, og að dæl-
urnar hefðu við. Svo við slógumst, aftur í skipa-
hópinn, og héldum áfram til Murmansk.
Fjörðurinn upp til Murmansk er um 9 mílur
á lengd, og skipin liggja þar í langri röð, með-
an þau bíða eftir stað við bryggjurnar, til þess
að afferma. Skip okkar lá um 4 mílur frá borg-
inni.
Hafnsögumaðurinn sagði okkur, að engar
loftárásir væru gerðar á Murmansk, vegna þess
að svo mikið væri af flugvöllum umhverfis borg-
ina, þar sem orrustuflugvélar hefðu bækistöð.
Það voru góðar fréttir. Við vorum orðnir þreytt-
ir á árásunum, og þörfnuðumst hvíldar. En
daginn eftir gerði einmana þýzk flugvél árás á
skipin á höfninni, rétt við nefin á rússnesku
orustuflugmönnunum, og þá tuttugu daga, sem
við lágum í Murmansk, voru gerðar hvorki
meira né minna en 87 loftárásir á höfnina og
borgina. Hafnargarðarnir og skipakvíarnar
urðu hvað eftir annað fyrir sprengjum.
VÍKINGUR
Þegar við höfðum verið um viku í höfn,
skrapp ég í land. Sem fjármuni hafði ég með
mér nokkuð af vindlingum, og seldi livern
pakka verði, sem svaraði 8 dollurum.
Rússarnir hafa dálítið af grófgerðu tóbaki,
sem þeir vefja sér vindlinga úr. Pípur fást ekki.
Hreinlætis- og snyrtivörur voru ekki til. Ekk-
ert var hægt að fá fyrir skipið, nema örlítið af
saltfiski.
I Murmansk lifir fólk í sambýlishúsum og
borðar í almenningseldhúsum.
Engir næturklúbbar eru í bænum. Kvik-
myndahús eru tvö eða þrjú. Fyrir utan sjó-
mannaklúbbinn, var ekki um skemmtanir af
neinu tagi að ræða, svo við gætum sjeð. I sjó-
mannaklúbbnum voru nokkrar rússneskar
stúlkur til þess að dansa við gestina, en yfir-
völdin óska ekki eftir nánum kynnum þeirra
við erlenda menn, og ráðleggja þeim, að tala
ekki við þá annarsstaðar. Fólkið í borginni
sýndi okkur engin vináttumerki. Það var eins
og það gæti aðeins rétt með herkjum þolað
okkur.
Oft hafði sprengjum verið varpað á borgina,
og allstaðar voru hrundar byggingar og húsa-
rústir, sprengjugígar í götunum og meðfram
járnbrautunum.
Ég hafði komist upp í miðja borgina, en það
er um tveggja mílna fjarlægð frá höfninni,
þegar loftvarnalúðrarnir tóku til að öskra og
skrækja, og ég flýtti mér í skjól í kjallara einn,
í ófullgerðu húsi. Þar voru um fjörutíu sálir,
sem sátu í hnipri og biðu þolinmóðar eftir að
mei’ki væri gefið um að hættan væri liðin hjá.
Eftir hjerumbil klukkutíma fór ég burtu úr
kjallaranum, vegna þess að engri sprengju
hafði verið vai'pað og sinnti ekki urn að bíða
eftir mei’kinu. Jeg lagði leið mína til Arctica
gistihússins.
Það var rúmgott á svölunum þar. Stórir
gluggar úr þykku gleri náðu frá lofti til gólfs.
Sólin skein inn, og fólkið naut þar ylsins af
geislum hennar. Jeg var einmitt að byrja að láta
fara þægilega urn mig þania, þegar loftvarna-
byssurnar byrjuðu að þruma, og á sprenging-
unurn mátti heyra, að eitthvað var um að vei’a
beint fyrir ofan okkur.
Fyi'sta hugsunin var að komast í byrgi, en
áður en nokkur gat hreyft sig, sprakk sprengja
fyrir aftan gistihúsið. Hún kom beint. niður á
loftvarnaskýlið fyrir starfsfólk hússins, og
deyddi þar hvern einasta mann.
Við sprenginguna hrundi ein álma gistiliúss-
ins. önnur sprengja kom niður rétt fyrir fram-
an húsið og varð að bana allmörgum mönnum,
sem auðsjáanlega voru á leið til loftvarnabyi'g-
isins. Ein sprengja kom beint niður á almenn-
25