Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 33
illa anda og vernda skipshöfnina. Stundum voru og máluð augu á stefnið til þess að skipið rataði betur um höfin! í Norður-Evrópu öðluðust siglingai'nar snemma mikla þýðingu, og skipabyggingarþst komst þar á hátt stig. Skip hinna norrænu vík- inga, víkingaskipin, voru ekki stór, en fóru vel í sjó og létu vel að stjórn. Á þeim var eitt siglu- tré og ein röð ára. Af stefni starði útskorið og ef til vill gyllt drekahöfuð og ógnaði óvin- inum. Skipinu var stýrt með stórri ár, sem komið var fyrir við hægra borð skipsins aftur í skutnum. Til þesas á heitið „stjórnborði“ rót sína að regja, en „bakborði“ til hins, að stjórn- andi skipsins sneri baki að vinstra borði skips- ins. Á skipum þessum sigldu víkingarnir um strendur Norður-Evrópu og til Suðurlanda, á þeim komu landnámsmennirnir hingað til lands og sigldu héðan til Grænlands og Ameríku. Á miðöldum og hinni nýju öld tók gerð skip- anna miklum breytingum, og voru mjög marg- ar tegundir skipa notaðar. Einna veigamest var þó það, að árarnar misstu þýðingu sína. Þær voru nauðsynlegar, meðan farmennirnir höfðu ekki lært þá list að haga seglum eftir vindi, en ekki lengur. Á hinum löngu ferðum landa- fundatímabilsins kom það og greinilega í ljós, hversu óhentugt var að þurfa að hafa fjölda ræðara með í förinni og eyða gífurlegu skip- rúmi vegna áranna. I stað þess voru skipin búin fleiri og betri seglum. í byrjun 19. aldar var seglskipið enn einrátt á höfunum. En snemma á öldinni kom keppi- nautur til sögunnar, gufuskipið. 1 fyrstunni gerðu menn sér ekki grein fyrir því, hversu skæður keppinautur gufuskipið myndi verða, og jafnvel eftir að ljóst varð, að um alvarlega samkeppni var að ræða, var fjarri því, að víst væri talið, að seglskipin yrðu undir í þeirri samkeppni. — Miklar framfarir urðu, hvað snerti gerð seglskipanna, og var allt kapp lagt á, að auka hraða þeirra og þægindi. — Ameríkumenn höfðu forystuna í þessum efn- um, og urðu amerísku seglskipin mjög íirað- skreið. — Eitt af þekktustu seglskipum þeirra var „Great Republic", sem var 96 metra langt, en aðeins 12 metra breitt, en flatarmál segl- anna hvorki meira né minna en 4500 fermetr- ar. Með slíkum skipum kepptu Ameríkumenn um skeið við gufuskipin á hinum löngu leiðum um úthöfin, t. d. til Ástralíu og Kína. En um miðbik aldarinnar var þó orðið algjörlega ljóst. að gufuskipin myndu bera fullkominn sigur af hólmi. Ýmsir kunnu því hinsvegar illa og var bað tilfinningarmál, að seglskipin héldu velli, þeim fannst þau fegurri og glæsilegri en gufu- skipin og var annt um þá siglingamenningu, sem þau höfðu skapað, en hlaut að fara for- görðum eða breytast, ef þau hyrfu af sjónar- sviðinu. En gufuskipin voru hraðskréiðari, burðarmagn þeirra meira, og þau öruggari í förum og tiltölulega ódýrýari í rekstri miðað við afköst, og reið þetta baggamuninn. Það eru ekki nema nokkuð á annað hundrað ár síðan gufuskipið kom til sögunnar. Yenju- lega er Robert Fulton talinn upphafsmaður þess, en eiginlega er það ekki rétt. Ýmsir höfðu áður gert tilraunir til þess að smíða gufuskip. Franskur uppfinningamaður, Denis Papin, smíðaði 1707 gufubát, sem hann reyndi á fljót- inu Fulda í Þýzkalandi, og var hann þannig, að gufuvél var látin knýja árar, sem hinsvegar knúðu bátinn áfram. Slíkt gufuskip gat varla átt mikla framtíð fyrir sér, en fljótaferjumönn- unum var samt ekki um þetta, gerðu samtök með sér og brutu bátinn í spón. Uppfinninga- maðurinn átti heldur ekki að sleppa óskaddað- ur, en honum tókst það þó. Ýmsar tilraunir voru og gerðar í Englandi, Ameríku og Frakk- landi, en báru ekki góðan árangur. Fyrsta reglu- lega nothæfa gufubátinn byggði William Sym- ington í Skotlandi 1787 samkvæmt hugmynd Patrick Millers. Báturinn komst að vísu áfram, en hraðinn var aðeins 7 enskar mílur á klukku- stund, og tilraununum var síðan hætt. 1802 smíðaði Symington annan gufubát, „Charlotte Dundas“. Reyndist hann sæmilega og var ætl- að að sigla um Forth and Clyde-skurðinn. En eigendur skurðsins héldu, að öldurótið, sem skipið olli, myndi skemma skurðinn, svo að þau bönnuðu, að hann færi um hann. Nokkrum árum seinna byggði Skoti nokkur, Ilenry Bell, gufubát, sem hann hafði í förum á fljóti einu. I fyrstu var að vísu tap á rekstri hans, en hann tók þó að borga sig betur, er frá leið. En um sama leyti var það, sem Robert Fulton fór sína frægu för frá New York til Albany. Hann hafði lengi fengizt við tilraunir með smíði gufuskipa og reynt að vekja áhuga bæði ensku og frönsku stjórnarinnar á þessum tilraunum. Hann hafði reynt að sýna Napoleon fram á, að hann ætti að láta byggja gufuskip til þess að draga fjölda herflutningaskipa að Englands- ströndum, en Napoleon hafði ekki trú á þessu, og Fulton sneri aftur til Ameríku. Þar lét hann setja gufuvél í skipið „Clermont", og dag nokk- urn 1806 átti svo að reyna skipið í New York. Það mun hafa verið undarlegt ásýndum. Ó- varin hjól voru sitt hvorum megin á skipinu og á þeim 8 risastórar vatnsskóflur. Eldtungur læstust upp úr 9 m. háum reykháínum, og fólki stóð stuggur af þessari ófreskju. Ókvæðisorð- um var hrópað að Fulton, en þegar hjólin tóku VIKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.