Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 36
dregur balana að og frá. Á síðustu uppistöðu línunnar er sett bauja með ljósi á. Hún er dýrð- lingur þess er fær í sinn hlut að vaka næstu klukkutíma. Hana verður hann að passa, en oft er það illt verk í stormi og hríð. Að týna bauju með Ijósi þykir hin mesta hneisa, og getur líka orðið til hins mesta tjóns. Hakað af línunni. Með birtingu er byrjað að draga, þá verða allir að vera á dekki. Ef afli er ekki meiri en í meðallagi hafa menn tíma til að skjótast nið- ur í hásetaklefa til þess að fá sér hressingu, og Skipstjórinn til að spjalla í talstöðina við kunn- Á lieimleið í SV-roki, með góðan afla. ingjana um fiskiríið. Þess munu dærni,, að minna hafi fiskast „í talstöðina“ en á lóðina, sbr. Sjómannadagskvæðin síðustu. Þegar búið er að draga er tafarlaust haldið heimleiðis. Þeg- ar heim er komið er aflanum skipað upp. Oft er þröngt á þingi í höfninni í Keflavík og að- koman oft næsta ömurleg, því að hafnarskil- yrði eru með afbrigðum vond. Þegar búið er að koma aflanum á land er venjulega kominn tími til að róa að nýju og oft missa menn af „tímanum“ sökum þess hve skilyrðin til lönd- unar eru vond. Ól. Ól. Flestir sjómenn kannast við hinn gamla sið „að slá glas“, en fæstir munu þó hafa gert sér ljósa grein fyrir meiningu sjálfs orðalagsins, heldur álíta að hér sé aðeins um einhverja af- bökun úr erlendum málum að ræða. Svo er þó ekki, því að uppruna til sýnir orðalagið verkn- aðinn mjög blátt áfram, — en uppruni þess er í stuttu máli þannig: Fyrr á tímum, þegar fyrst var farið að nota tímamæla um borð í skipum, voru það hin svo- nefndu stundaglös, sem flestir þekkja af af- spurn. Stundaglös þessi voru þannig gerð, að sandur, sem var í öðrum enda glassins, rann niður í hinn endann á hálfri klukkustund, en þá varð að snúa glasinu við, til þess að geta mælt lengd næsta hálftíma og svo koll af kolli. Á þeim tímum var almennt notuð um borð í skipum hin svonefnda f jögurra-stunda vaka, og voru vökuskiftin kl. 4, 8 og 12, jafnt á nóttu sem degi. Til þess að mæla vökulengdina voru stunda- glösin notuð, og komst þá sá siður á, að slá eitt högg á skipsklukkuna fyrir hvert skifti, sem stundaglasinu var snúið við, þ. e. a. s. fyrir hvern hálfan tíma, sem liðinn var af vökunni. Þetta var kallað „að slá glas“, og svo er það enn. Á þennan hátt urðu því höggin tvö þeg- ar liðin var ein klukkustund, þrjú eftir hálfa aðra stund o. s. frv. þar til þau voru orðin 8 — „átta glös“ — í vokulokin. Var þá byrjað á nýj- an leik og haldið þannig áfram vöku eftir vöku. Til þess að gera „glasið“ greinilegra vont svo höggin slegin saman tvö og tvö fyrir hvern liðinn klukkutíma, á sama hátt og þau eru enn slegin þann dag í dag. P. S. 36 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.