Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 39
 Annað nýjasta orustuskip Breta aí King Georgs gerð. hafa þeir ekki tækifæri til þess að fylgast með ölduróti stjórnmálanna, eða ólögum, sem á stéttarhagsmunum þeirra kunna að dynja á ýmsum tímum, fyr en oft þá um seinan, er nökkvanum er skolað í naust. Við verðum að horfast í augu við þá stað- reynd, að mörg af áhuga- og velferðarmálum stéttarinnar eru hundsuð og stundum hvergi til nema á pappírnum. Þetta skapast mikið af því, að þegar í land er komið erum við ekki nógu einarðir við okkar málstað, og svo hitt, að stéttarfélgin eru ekki þau, sem þau ættu að vera, einmitt vegna þessa. Við Höfum skapað okkur sameiginlegan vettvang, þar sem F.F.S.I. er, og það hefir þegar sýnt, að til þess var réttilega stofnað og það hefir þegar unnið margvísleg nytjastörf fyrir stéttina. En til þess að F.F.S.I. geti unnið það starf, sem því er ætlað, verða hin ýmsu félög, er það mynda að vera félagslega sterk. Skipstjórafélagið Aldan er elzta félagið innan sambandsins og eitt elsta stéttarfélag á landinu, og hefir því sína virðulegu sögu að baki sér. — En nú í seinni tíð hefir Aldan ekki fylgst með breyttum aðstæðum og kröfum tímans og hefir því dregist aftur úr. Annars hefði Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur ekki verið stofnað, en það telur nú yfir 200 meðlimi, sem flestir eru starfandi skipstjórar eða stýrimenn. Þar sem Aldan skipar sitt aldursforsæti stéttarfélaganna, væri ógeðfelt að hugsjónir þeirra framsýnu manna, er að stofnun hennar stóðu, mættu ekki rætast. — Það verður einungis gert með sameiningu félaganna. Umleitanir um þetta atriði standa nú yfir og vonandi leysist það á sameiginlegan hátt. Við verðum að viðurkenna, að ef við rönkum ekki við okkur nú þegar, „fljótum við sofandi VÍKINGUR að feigðarósi”. Það hefir hingað til viljað verða ofan á, að menn skilja ekki þörfina fyrir það, að eiga sameiginlegan traustan vettvang, fyr en þörfin kemur að þeim sjálfum. Við viljum búa okkur tryggilega út í sjóferð, og því ættum við þá ekki einnig, að láta okkur skiljast, að við höfum ástæðu til að vera betur undir það óveður búnir, sem kann að skella á okkur í landi. Hver einasti félagi er hlekkur í þeirri keðju, sem liggja þarf fyrir, er mæðir á móti, og má því hvergi áhlekkjast. Það er fjöldi málefna varðandi hagsmuni og velferð okkar, sem okkur ber að fylgjast með af einurð og festu, svo sem: endurnýjun skipa- stólsins, skólamálið, öryggismálin, vitamálin, og svo ekki síst síldveiðimálin. Um þau mál hefir mikið verið rætt og ritað af mér fróðari mönnum um þau mál, og skal því ekki farið hér út í einstök atriði. — En sú krafa, sem samþykkt var á síðasta þingi F.F. S.Í., og allir sjómenn standa um, um íhlutun um stjórn S.R. þannig, „að stjórnin verði skipuð 5 mönnum eins og hingað til, kosnum til 2 ára í senn, en hinsvegar verði einn tilnefndur af Alþýðusambandi Islands og einn af sambandi íslenskra útvegsmanna“, verður ekki þögguð niður. Það er auðskilið mál, að þeir menn, sem byggja unp slíkt verksmiðjubákn, sem S R. er orðin, vilji hafa einhvern íhlutunarrétt um stjórn og rekstur þess. Það eru engir aðrir en þeir útgerðarmenn og sjómenn, er skifta við S. R., sem standa straum af rekstri verksmiðjanna, og er þetta því sú sanngirniskrafa sem enginn getur staðið á móti. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur hefir nú þegar gert markvissar breytingar á starfsemi sinni, og með sameiningu félaganna má ætla að frekari framför sé í vændum. 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue: 11.-12. Tölublað (01.12.1942)
https://timarit.is/issue/288499

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

11.-12. Tölublað (01.12.1942)

Actions: