Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 40
Halldór Jónsson:
At moldu ertu kominn
%
1 tímaritinu ,,Jörð“ birtist nýlega stutt
grein, er nefndist „Skip“. Minnist ég ekki að
hafa fyrr séð á prenti svo margföld höfrungs-
hlaup forheimskunnar í svo stuttu máli. öll er
greinin slíkur úr- og í-sláttur, að maður veit
ógerla í hvaða undrageim höfundurinn ætlar að
leiða mann. Fyrr en í endalokin að marglittu-
slepjunni er slengt í andlit manns, en þar segir:
„pví margt höfum vér íslendingar laglega af oss
vikjð í þessu efni, en varla noitt, er að ábyrgðarleysi
og skorti á velsæmi jafnist á við það, cr íslenzku
milliferðaskipin voru stöðvuð af hinum fáránlega
metingi yfirmanna og undirgefinna í farrnannastétt.
— En það þarf svo sem ekki að álasa þcim, og jafn-
vel ekki „Víkingi", er hefir spanað kröfusemi þeirra
forsjárlaust að undanförnu. pjóðarmeiðurinn ber
þessa ávexti óræktarinnar — og það eru garðverðirn-
ir, leiðtogar þjóðlífsins — sem bera ábyrgðina sið-
ferðilega talað".
Það þarf meira en meðal sjálfbyrgingshátt,
til þess að tala svo angurgapalega um þá stöðv-
un er varð nokkura daga í sambandi við launa-
deilu sjómanna á milliferðaskipunum. Eitt póli-
tískt blað velti mikið vöngum út af þeim málum
og átti engin orð nógu hatramleg til þess að
útausa yfir sjómennina í því sambandi. Nú tek-
ur „Jörð“ að japla á sömu tuggunni.
Það var engin deila á milli yfir- og undir-
manna, og því síður stöðvun út af slíku. Undir-
menn vildu fá sömu „áhættuþóknun“ og yfir-
menn og þótti öllum sanngjarnt. Hinsvegar
hafði , ,áhættu þóknuni n“ verið kaup og þar af
leiðandi varð að hefja kaupsamninga að nýju
við yfirmenn, til þess að jafna þau hlutföll,
sem eðlilegt er að séu í launakjörum undir- og
yfirmanna.
Og lítið traust ber þessi maður, sem svo mjög
fjasar, til drengskaparloforða forystumanna
Bandaríkjaþjóðarinnar um að sjá íslenzku þjóð-
inni fyrir nauðsynjum, ef hann fleiprar með
það, að skipin verði af okkur tekin fyrir á-
byrgðarleysi sjómannanna.
Greinarhöfundur les auðsjáanlega Víkinginn
eins og skrattinn biblíuna. f Víkingnum hefir
aldrei verið ritað um launakjör sjómannastétt-
arinnar. Því síður nokkur „spönun“ farið fram.
Og greinarhöfundur er auðsjáanlega svo ger-
sneyddur því að þekkja nokkuð inn í líf og starf
sjómannanna, að honum væri sæmra að skifta
sér ekkert af þeim.
En maður líttu þér nær. Horfðu á allt hismið
í búðargluggum höfuðborgarinnar, virtu það
rækilega fyrir þér, og þér er alveg óhætt að
rápa rólegur um strætin, þar eru engin tundur-
dufl, engin hætta á tundurskeytum, eða kaf-
báta, eða flugvélaárásum, engir fjallháir sjóir
að stríða við, og geri hríðarbyl hleypurðu inn
í bifreið eða strætisvagn og ekur í upphituðu
farartæki heim að húsdyrum og skreppur inn
til þín í notalegheitin og þarft ekki að eiga von
á því að brotsjóir mölvi inn hjá þér rúðurnar
og hálffylli herbergið.
Sjómenn hafa verið aftastir í kaupkröfulest-
inni sem brunað hefir svo óðfluga áfram í þjóð-
lífinu. Allir tala um skaðsemi vaxandi kaup-
krafna, og þó vita allir að þær eru með öðru,
bein afleiðing af vaxandi dýrtíð. En sé það sann-
gjarnt að t. d. múrarar, er vinna að húsabygg-
ingum, fái kr. 250.00 á dag, eins og nú á sér
stað, og bifreiðarstjórar komist upp í kr. 300.00
—400.00 á dag o. fl. o. fl. þessu líkt, er þá ekki
heimskulegt, að ætlast til þess, að sjómennirnir,
sem eru að spila beinlínis með líf sitt og af-
komu heimila sinna í happdrætti, sem í hverri
ferð getur hrunið eins og spilaborg, og lagt
það, sem upp er byggt,' í rústir, fari að keppast
til þeirra starfa sem lakar væru launuð.
Sannleikurinn er einfaldlega sá, að sjómanns-
starfið er nú svo stórhættulegt, að til þess fást
engir nema rausnarlega sé við þá gert, þegar í
landi flóir allt í peningum og vellystingum.
Og því ættu sjómennirnir ekki að draga til
sín það sem bjargað verður úr þeim æðisgangi
sem gripið hefir landslýðinn.
Það væri heppilegri siðfræði fyrir „Jörð“
að styðja sjómannastéttina og „Víking“ með
„áróðri"' fyrir því að fiski- og farskipafloti
okkar íslendinga fengist aukinn og endurnýj-
aður, heldur en að reka þá moldvörpustarfsemi
að hnjóða að ósekju í eina af þeim stéttum,
sem íslenzku þjóðinni er hjartfólgnust. Slíka
kóna er þjóðinni auðvelt að þekkja, og hún á
strax að afgreiða þá með hinum fornu orðum,
„af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur
verða“, og gleyma skrifum þeirar og ótuktar-
nöldri.
40
VÍKINGUR