Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 41
Kóngur vill sigla Nýlega hefir komið til mála, að fiskiflotinn, sem siglt hefir með afla sinn til vesturstrand- ar Englands til þessa, yrði að taka upp sigling- ar til austurstrandarinnar, eins og tíðkaðist fyrir stríð og í byrjun þess; mun sú krafa hafa komið frá brezku stjórninni, er það víst á allra vitorði og því eigi leyndarmál. Væri það hinn mesti skaði fyrir alla, er hér eiga hlut að máli, ef þeirri kröfu yrði haldið til streitu. f fyrsta lagi vegna þess — og það er augljóst mál öllum sem til þekkja að siglingar á austurströndina fela í sér mikið auknar hættur, vegna þess hve skipin yrðu lengur á þeim svæðum, er telja verður hættumeiri vegna flugárása og tundur- duflalagna. f öðru lagi má benda á, að sigling- ar til austurstrandarinnar leiða af sér, að skip- in yrðu lengur á leiðinni, en ella, þar eð að á þessari leið má eigi sigla á vissum svæðum, nema á daginn, við það lengist ferðin og hætt- an eykst að sama skapi. Jafnvel má gera ráð fyrir töfum vegna hóp- siglinga svo og hernaðaraðgerða á þessari leið. Allt yrði þetta til þess að lengja hættutímann fyrir menn og skip, og frekar hætt við skemmd- um á afla á þessari leið en hinni, vegna tíma- lengdarinnar, þótt hún yfirleitt gengi vel. Það þarf að athuga þetta nýja viðhorf vel og eigi hrapa að neinu og gera allt sem hægt er til þess að fá því breytt. Okkar þjóð er svo fámenn, að við megum eigi við stórum áföllum, við þurfum að reyna af fremsta megni að vernda manns- lífin og eigi rasa um ráð fram, þótt stundar- hagur væri í boði, en því er eigi að heilsa í þessu máli, þar eð líkur eru til að aflinn yrði einmitt verðminni en ella, ef að upp yrðu teknar þessar siglingar. Við höfum einnig svo fá skip, að við megum eigi við því að missa þau eða stofna þeim í aukna hættu, nema því aðeins að vissa sé fyrir hendi að þau verði bætt jafnótt með nýjum skipum eða betri. Eng- in vissa er fyrir að menn kæri sig um það, að sigla til austurstrandarinnar, og heldur eigi sannanir fyrir því að útgerðarmenn vilji leggja skipin í þá auknu áhættu. En þegar komið er að hjarta hvers góðs ís- lendings, þegar frelsi og líf lands og þjóðar er í veði, þá vill hann leggja mikið á sig, eða svo ætti það að vera. Það er því ráð að gera við hinu versta, og fyrst er þá að bæta öryggi þeirra, er á skipunum mundu sigla, á allan hugsanlegan hátt, geri ég eigi ráð fyrir öðru en að menn sjái að þar er mörgu ennþá ábóta- vant og margt má umbæta. Ég vil benda á nokkur atriði. Skipin verða undir öllum kring- umstæðum alltaf að vera 2—8 saman yfir haf- ið, um borð í togurum og öðrum smáskipum þurfa að vera 3—4 gúmmí-flothylki, ekki öll á sama stað á skipinu,á þeim þurfa að vera Ijós, er kvikna, er þau losna við skipið, svo að þau sjáist í myrkri, á skipunum þurfa að vera í það minnsta tvær vélbyssur, eða byssur með pönnu, skipverjar þurfa allir að fá hin nýju flotföt, sem þannig eru að menn haldast nærri uppréttir í sjónum, á þessum fötum eru ljós og því hægara að koma við björgun í myrkri, þessi föt ættu menn ekki að skilja við sig meðan á ferðinni stendur, nema í höfn. Einnig mætti fara fram á flugeftirlit á leiðum skipanna að staðaldri. Þá eru það skipin sjálf. Það ætti að vera lágmarkskrafa íslendinga, að öll skip, er töpuðust af völdum stríðsins, skyldu bætt með nýju, eða í það minnsta jafn góðu skipi, eigi síðar en mánuði til tveim mánuðum eftir að skip tapast. Við höfum heyrt og séð frá því sagt, hve undursamlega skamman tíma taki nú að byggja skip, náttúrlega hljótum við að trúa því, meðan að flytjendur fréttanna sjálfir bera það eigi til baka. Okkar skipaflota mætti því tvöfalda á mjög skömmum tíma. En eins og nú hlýtur að fara að verða Ijóst öllum þorra landsmanna, þá höfum við verið þátttakendur í stríðinu, með bandamönnum í 2y% ár, og á þeim tíma misst, á okkar mælikvarða, allt of mörg skip, en engin skip fengið í skarðið ennþá, þótt við síst allra þjóða þolum skipamissi. Os ser tjáð, að aðrar þjóðir, er fylgja banda- mönnum að málum, fái skipamissi sinn bættan og það með nýjum og betri skipum, hví skyld- um við þá eigi einnig fá okkar skip bætt, ef vel væri á haldið. Það er sjálfsögð sanngirnis- krafa. Ég hefi í fáum dráttum drepið á nokkur at- riði í sambandi við siglingar til austurstrandar Englands og þær auknu hættur, er ég tel þeim samfara. Væri æskilegt að þessi mál yrðu tekin til nýi-rar yfirvegunar og gengið þannig frá þeim, að vel mætti við una. Á. S. VIKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.