Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 43
Hallfreður Guðmundsson stýrimaður: Horff um öxl Mér finnst ekki úr vegi að minnst væri lítil- lega síldveiðanna síðastliðið sumar; bæði vegna þess, að þær munu yfirleitt hafa gefið góðar tekjur þeim er þær stunduðu,og svo hins, að afla og afkomu síldveiðanna hefir lítið verið getið, af vissum ástæðum. Það er eins og manni finnist, að í sambandi við síldveiðarnar sé eitthvað æfintýraríkt, frem- ur öðrum veiðiskap, enda mun reyndin hafa orðið sú, að í sambandi við þær hafi margt æfintýraríkt gerst bæði til lands og sjávar. — Þaðan hafa sjómenn komið snauðastir og það- an hafa þeir líka komið fjáðastir. Það var ekki liðið langt á síðasta vetur er menn fóru að spyrjast fyrir um líkur fyrir síldarverði, en þar gat enginn svarað. Ýmsum getum var leitt að því hvað verðið myndi verða og margar sögur komu á gang, en engin þeirra reyndist rétt, því svo ótrúlega vildi til í þetta sinn, að verðið reyndist hærra en menn munu almennt hafa búist við; ekki svo að skilja, að það væri of hátt til samanburðar við verð á nauðsynjavöru í landinu, heldur hitt, að okk- ur sjómönnum hefir fundizt, að þar sem það opinbera hefir að einhverju leyti átt hönd í bagga með verðlagi á afurðum okkar þá hafi oft verið naumt skammtað. Þegar síldarverðið var gefið upp fór að koma hreyfing á þau skip, er ekki höfðu ráðstafað sér fast í annað, en það höfðu óvenju margir gert af ótta við lágt síldarverð, eftir fyrri reynslu. Fyrstu skipin fóru norður til síldveiða um mánaðamót júní og júlí, en allur fjöldinn upp úr mánaðamótunum. Síldarverksmiðjurnar höfðu auglýst móttöku 5. júlí. Fyrsta síldin fékkst 3. júlí. Síldveiði var þó ekki almenn fyr en 7. júlí, en þann dag fengu allmörg skip síld á Eyjafirði, þrátt fyrir kulda NA-gjólu og krapaúrkomu, svo að snjó festi í byggð. Upp frá því hélzt veiði óslitin til 8. ágúst. Eftir það var lítið um veiði al- mennt. Síðasta síldin sem fékkst mun hafa veiðst snemma í september á Þistilfirði. Almennt hættu skip veiðum 1.—5. septem- VÍKINGUR ber, var þá afli yfirleitt góður og hjá sumum feikna mikill, svo þess mun lengi minnst verða. Til dæmis fékk l.v. Ólafur Bjarnason 28.400 mál síldar og var hæztur allra er síldveiði stund- uðu. Nokkur skip voru þar fast á eftir og svo niður allmikið, eftir stærð skipanna. Sá mikli afli, er fékkst í sumar, mun ekki eingöngu að þakka meira síldarmagni en venju- lega, heldur líka með afgreiðslu á losun, vegna fæðar þeirra skipa er síldveiði stunduðu. Ekki er hægt að segja að stormasamt hafi verið á sumrinu, en fremur var þó ónæðissamt og sífelldir kuldar; sárafáir logndagar, og því færri sólskinsdagar. Sjávarhiti var mjög hár með köflum, en afar tíðar og snöggar hreyf- ingar. Mestur hluti síldarinnar veiddist á svæðinu frá Skaga að Sléttu; þó fékkst allmikil síld á Húnaflóa og lítilsháttar á Þistilfirði. Mesta síldarmagnið var grunnt á Skjálfandaflóa dag- ana 30. júlí til 6. ágúst. Margir spáðu því í byrjun síldveiðanna, að nú gæti ekki komið til greina þróarstopp, þar sem svo lítil þátttaka væri í síldveiðunum. — Þetta reyndist þó á annan veg, því 22. júlí var fyrirskipað veiðibann. Ég býst nú við, að það sé búið að rífast nóg í ræðum og riti út úr stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, en af því að ég minnist hér síldveið- anna yfirleitt vil ég minnast hins lítilsháttar. Það mun mörgum hafa þótt hálfgerð óreiða á útbúnaði löndunartækja strax í byrjun veiði- tímans, og það verð ég að segja, að ekki virtist allstaðar gæta þeirrar þekkingar á út- búnaði er krefjast mætti með sanngirni af þeim er þar stjórnar. Afsakanir voru þó til reiðu fyrir öllu — menn höfðu ekki fengist til að vinna þetta og hitt — og svo hafði nú sumt gleymst — eitthvað hafði ekki verið athugað nógu vel, og síðast þetta: sjómenn máttu bara þakka fyrir að það var ekki verra. Og það var líka það sannasta eftir reynslu undangenginna ára. Svo þegar allt var keyrt fast, allar þrær fullar, þrátt fyrir sífelldar löndunartafir, vegna ófullkomins útbúnaðar, vanþekkingar og ókunn- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.