Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 45
húsið yrði ódýrara. Þurrkarí þarf aðeins mjog litla lofthæð, og var þetta því miklu ódýrara fyrirkomulag, en að hafa allar vélarnar undir sama risi. Það er ekki rétt að verksmiðjan á Raufar- höfn sé ruglingslega byggð, Hinsvegar er mikil umferðahindrun af því, að ekki hefir ennþá verið hægt að koma fyrir mjölblæstri í verk- smiðjunni. Það, sem H. H. segir um flutnings- bandið er rétt, en galli þess kom ekki í ljós fyrr en í sumar, þegar tvö stór mælitæki voru tekin í notkun samtímis. Verður ráðin bót á því með því að breyta bandinu lítilsháttar. Raufarhafnarverksmiðjan var byggð vorið 1940, og byrjaði bræðslu 7. júlí sama ár. Á síldarvertíðinni 1940 bræddi nýja verksmiðjan á Raufarhöfn 211.581 mál síldar, og verksmiðj- an mundi hafa brætt all miklu meira en hún Frá vinstri: Annar lýsisgeymirinn. Húsið með háa reykháfnum er verksmiðjuhúsið. Á miðri myndinni sést mjölgeymsluhúsið. gerði, ef lýsis- og mjölgeymslur hennar hefðu ekki verið orðnar fullar áður en sildarvertíð lauk. Raufarhafnarverksmiðjan bræddi sumar- ið 1940 meira en nokkur önnur verksmiðja hér á landi hefir brætt á fyrsta starfsári sínu. Gerði því verksmiðjan fullt gagn á fyrsta starfsári sínu, þar sem hún fyllti bæði mjöl- og lýsisgeymslur, en vegna stríðsins var ekki hægt að flytja þessar vörur í burtu, meðan á vertíð stóð. í sumar hurfu frá Raufarhafnarverksmiðj- unni og leituðu sér atvinnu annarsstaðar meira en helmingur starfsmanna þeirra, sem unnið höfðu þar undangengin tvö ár, og voru því farnir að venjast verkunum. 1 sumar hafði verksmiðjan því að mestu leyti óvönu starfs- fólki á að skipa. Kemur þetta greinilega í ljós á meðal-vikuafköstum verksmiðjunnar, er voru, sem hér segir: 13/7 til 19/7 meðalafköst 3280 mál síldar á sólarhring 20/7 til 26/7 meðalafköst 3850 mál síldar á sólarhring 27/7 til 2/8 meðalafköst 4500 mál síldar á sólarhring 3/8 til 9/8 meðalafköst 4770 mál síldar á sólarhring Af þessu sést, að afköst verksmiðjunnar auk- ast, þegar starfsmennirnir venjast störfum, og þau aukast, þrátt fyrir það, að þegar líður á sumarið, er síldin orðin feit og erfið til vinnslu. S. 1. síldarvertíð voru meðalafköst Raufarhafn- arverksmiðjunnar 4040 mál á sólarhring. Að þau urðu ekki hærri en þetta stafaði af því, hve bræðslan gekk erfiðlega fyrstu tvær vik- urnar. Samt voru meðalafköstin ekki nema 120 málum lægri á sólarhring en meðalafköst D júpavíkurverksmið j unnar. Fyrirkomulag Raufarhafnarverksmiðj unnar er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Mun það vera fyrsta verksmiðjan hér á landi, þar sem öllum aðalvélunum er komið fyrir á neðsta gólffleti verksmiðjuhússins, og verksmiðjuhús- in aðeins ein hæð. Þróin, sem rúmar 32.000 mál, er tvímælalaust bezta síldarþró, sem byggð hefir verið hér á landi. Mjölhúsið rúmar um 5000 tonn síldarmjöls, og er líklega stærsta og um leið tiltölulega ódýrasta mjölgeymsluhús hér á landi. Hinir steyptu lýsisgeymar eru áreiðanlega vönduðustu lýsisgeymar úr stein- steypu, sem hér hafa verið gerðir, og á húsa- smíðameistarinn, hr. Magnús Vigfússon, mikl- ar þakkir skilið fyrir byggingu þeirra. Það liðu 63 klukkustundir frá því að Magnús byrjaði að steypa bolinn á 2120 tonna lýsis- geymi, þar til geymirinn var fullsteyptur, og hafði hann þá um leið slegið upp mótum fyrir geyminum og bundið járn í hann. Ég veit, að hr. H. H. hefir ekki fundið upp slúður það, sem fram kemur í grein hans um Raufarhafnarverksmiðjuna og er honum þakk- látur fyrir að hafa komið fram með það opin- berlega, svo að mér gæfist tækifæri til þess að kveða það niður, sem áður hefir gengið manna á milli. Jón Gunnarsson. V í K I N G U R 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.