Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 47
Sjómannaheimili Siglufjarðar Tildrög ug siofiiun. Eitt af því bezta, sem menn geta eignast, er gott heimili, þar sem ríkir öryggi og friður. Þeir, sem hafa verið svo lánsamir að eiga gott æskuheimili, geyma minninguna um það æfi- langt. En nú er atvinnu margra svo háttað, að þeir geta ekki verið á heimilum sínum, nema lítinn tíma ársins, eða aðeins stund og stund í einu. Þannig er því varið með sjómennina. Af þessum ástæðum hefir víða verið komið upp sjómcmnaheimilum, þar sem sjómennirnir geta vikið að, þegar þeir eru fjarri heimilum sínum. f Siglufirði hefir starfað norskt sjómanna- heimili, sem var mikið sótt af Norðmönnum, en fremur lítið af fslendingum. Síðar var starf- rækt sjómannastofa fyrir nokkrum árum, en hún lagðist brátt niður aftur. Fyrsta verulega átakið í þessu efni var stofn- un Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar sumarið 1939. — Verður hér drepið stuttlega á tildrög og starfsemi þeirrar stofnunar. Strax eftir að stúkan „Framsókn" nr. 187 tók til starfa á ný 1935, var farið að ræða um það, hvernig hægt væri að bæta úr heimils- þörf aðkomufólks í Siglufirði yfir síldveiðitím- ann. Og árið eftir var bent á það í blöðum bæj- arins af forvígsmönnum stúkunnar, að hér þyrfti að rísa upp stofnun, sem gæti orðið til gagns og ánægju fyrir aðkomufólk og sjómenn. Hér skal farið fljótt yfir sögu. — Árið 1937 sótti stúkan um styrk til Alþingis, til að koma hér upp sjómannaheimili, og samtímis var mál- inu fylgt eftir í dagblöðunum, og þar sýnt fram á hina brýnu þörf fyrir slíka stofnun. Alþingi varð við þessari beiðni, og samþykkti á vetrarþinginu 1938 að veita 30 þúsund króna styrk til stofnunar sjómannaheimilis i Siglu- firði gegn % annarsstaðar frá með því skilyrði, að stofnunin yrði rekin undir stjórn bindindis- félaganna í Siglufirði. Þá var haldið áfram að undirbúa málið, teikningar gerðar af húsinu og kostnaðaráætl- un samin, og varð hún um 100 þús. kr. En þá fékkst ekki innflutningsleyfi fyrir efni í húsið, og augljóst var, að ekki mundi hægt að byggja fyrst um sinn. Var þá horfið að því ráði, að athuga um kaup á húsi, sem hægt væri að reka í sjómannaheimili. Þá bauðst stúkunni samkomuhús kvenfélags- ins ,,Von“, og féllst ríkisstjórnin á það, og var kaupsamningur um húsið undirritaður 30. júní 1939. — Kaupverð hússins var kr. 36 þús. en af þeirri upphæð gaf kvenfélagið Sjómanna- heimili kr. 6 þús. Húsgögn öll og innanstokks- muni þurfti svo stúkan að kaupa sérstaklega. Þá var byrjað að endurbæta húsið og lóðina V I K I N G U R 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.