Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 48
og búa það undir rekstur sjómannaheimilis. Allt þetta kostaði mikið fé. Sjómannaheimil- ið stendur við Suðurgötu 14, og eru þar skil- yrði fyrir hendi til viðbótarbyggingar. Þann 23. júlí 1939 var Sjómanna- og gesta- heimili Siglufjarðar opnað í fyrsta sinn, með fjölmennri samkomu. Fóru þar fram ræðuhöld og söngur. Síðan hefir það starfað á hverju sumri, 2—3 mánuði ár hvert. Tilgangur. Tilgangurinn með stofnun Sjómannaheimilis- ins er fyrst og fremst sá, að sjómenn og verka- fólk, sem hér dvelur yfir síldveiðitímann, geti átt þar athvarf í frístundum sínum, og komið þangað sér til gagns og ánægju og notið þar aðstoðar og leiðbeininga, sem það kann að þurfa. Rekstri heimilisins hefir verið hagað í samræmi við þennan tilgang. Reynslan sýnir að Sjómannaheimilið hefir bætt úr brýnni þörf. Aðsókn verið mjög góð, þegar skipin eru í höfn, og alltaf talsverð. Undanfarin sumur hafa 3—4000 gestir, úr flest- um sýslum landsins ritað nöfn sín í gestabók árlega. Auk þess koma á heimilið fjöldi gesta, sem hvergi skrá nöfn sín. Umgengni gestanna og öll framkoma hefir verið hin prýðilegasta. Yirðast þeir vera mjög ánægðir með heimilið og starfsemi þess. Húsakynni. Húsakynni heimilisins eru fremur góð. Stór samkomusalur, 12X9 m., sem jafnframt er notaður sem veitingasalur, . er í norðurenda hússins, og annar minni salur inn af aðalsaln- um og er þar síminn. Tvö hljóðfæri, píanó og orgel, eru í salnum til afnota fyrir gestina. Lítið eldhús með rafmagnseldavél er áfast við aðalsalinn. í suðurenda hússins er stórt leik- 48 Sjómenn að skrifa bréf. svið. Nokkur hluti þess er notaður fyrir föt, sem geymd eru fyrir sjómenn. Annað er það ekki notað, nema þegar samkomur eru haldnar. Niðri í suðurenda hússins er stór stofa 7x3,8 m., sem notuð er fyrir skriftar- og lesstofu. Þar er bókasafn heimilisins um 500 bindi, og liggja þar frammi eða í veitingasalnum flest blöð og tímarit, sem út eru gefin hér á landi til afnota fyrir gestina. Þá er við hliðina á lesstofunni lítið herbergi, sem ætlað er til einka- samtala fyrir þá, sem þurfa að njóta sérstaks næðis. Hreinlætisherbergi með handlaug og salerni er í norðurenda hússins. Húsakynnin eru vist- leg og vel um gengin. Þá hefir á þriðja starfsári heimilisins verið bætt nokkuð við húsakynni þess. Hliðarher- bergi við aðalveitingasal hefir verið stækkað, og húsið hækkað, þannig að uppi, við vestur- hlið, hefir fengizt rúmgóður salur, hentugur til veitinga eða sem lesstofa eftir því sem með þarf. Auk þess fór fram gagngerð viðgerð á húsinu yfirleitt, svo að það er nú allt miklu vistlegra en áður. Blöð og liadkur. Útgefendur hafa sýnt Sjómannaheimilinu þá velvild að senda því blöð sín og tímarit ókeypis. Geta gestirnir því fylgzt með almennum frétt- um, og valið úr hvaða blöð og tímarit þeir vilja lesa. Sjómenn og aðkomufólk úr öðrum lands- fjórðungum getur þannig fylgzt með því, sem gerist heima fyrir. Sumarið 1940 var hafin fjársöfnun meðal sjómanna og útgerðamanna til að koma upp bókasafni. Þetta fékk svo góðar undirtektir, að nú hefir Sjómannaheimilið allgott fjölbreytt bókasafn um 500 bindi. Bækurnar hafa verið valdar þannig, að þær gætu orðið bæði til fróð- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.