Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 49
leiks og skemmtunar. Eru í safninu all margar
fræðibækur og skemmtirit, skáldsögur og ljóða-
bækur ásamt tímaritum. Flestar eru bækurnar
á íslenzku, en þó nokkrar á erlendum málum.
í safninu eru bækur er snerta líf sjómanna,
og verður í framtíðinni lögð áherzla á það að
velja þangað bækur með hugðarefni þeirra fyr-
ir augum.
í veitingasal er útvarpstæki, og geta gest-
irnir hlustað þar á fréttir og annað það, sem
útvarpið hefir að flytja. Hefir reynslan ver-
ið sú, að oft koma menn til að hlusta á kvöld-
fréttir útvarpsins.
Sími er á heimilinu og til afnota fyrir gest-
ina. Árlega eru mörg landsímasamtöl afgreidd
í síma heimilisins fyrir aðkomumenn, flest eftir
að síma- og pósthúsinu hefir verið lokað, og
eru þetta mikil þægindi fyrir marga sjómenn.
Bæjarsíminn er einnig talsvert notaður.
Gcymsla á munuin.
Sjómannaheimilið tekur til geymslu bæði föt,
peninga og muni fyrir þá, sem þess óska. Marg-
ir sjómenn fá geymd þar betri föt sín yfir
sumartímann. Venjulega eru teknar nokkur þús.
krónur í peningum árlega til geymslu eða send-
inga fyrir einstaka menn. Þegar skip eru inni
á þeim tíma, sem pósthúsið er lokað, er það
hagkvæmt fyrir sjómenn að geta beðið heimil-
ið að annast póstsendingar fyrir sig. Þá láta
sumir sjómenn senda bréf og pakka til heimilis-
ins og vitja þess svo þangað.
Bréfaskriftir.
Eitthvert algengasta erindi, sem sjómenn eiga
á Sjómannaheimilið, er að skrifa bréf. Það er
vel skiljanlegt. Venjulega eru skrifuð á þriðja
þúsund bréf á hverju sumri. Bréfsefni geta
þeir fengið sem vilja. Frímerki er hægt að fá
á heimilinu, og venjulega er annazt um að koma
þeim bréfum í póst, sem þar eru skrifuð. Gott
næði er í lesstofunni til bréfaskrifta. — Einnig
geta sjómenn látið senda bréf sín til heimilis-
ins og vitjað þeirra þar.
Sainkomur.
Tilgangur Sjómannaheimilisins er ekki að-
eins að veita sjómönnum ýmiskonar aðstoð,
heldur einnig menningarlegs eðlis. Þessvegna
eru á hverju sumri haldnar þar samkomur til
skemmtunar og fróðleiks, þar sem allir eru vel-
komnir. Eru þarna flutt erindi um ýms efni,
andleg og veraldleg, auk þess fer þar fram upp-
lestur, kvikmyndasýningar, söngur o. fl. — Til
dæmis hafa verið þar flutt nokkur erindi um
síld og síldariðnað. Þessar samkomur um helg-
er eru að verða fastur liður í starfsemi heim-
V í KrI N G U H
ilisins. Aldrei verða áhrif af starfsemi sem
þessari vegin né mæld, en eigi að síður geta þau
verið talsverð.
Umgengni.
Allt frá því, að Sjómannaheimilið byrjaði
starfsemi sína, hefir verið lögð rík áherzla á
reglusemi og góða umgengni. Og það má segja
íslenzkri sjómannastétt til sóma, að það hefir
verið auðvelt fyrir starfsfólk heimilisins að
fylgja settum reglum í því efni, því að undan-
tekningarlaust hafa sjómennirnir, sem koma
á heimilið, sýnt prýðilega umgengni, svo að
vart verður á betra kosið. Er það út af fyrir
sig góður vottur um það hugarfar, sem gest-
irnir bera til heimilisins, og vonandi helzt það
óbreytt.
FJárhagur.
Eins og áður er vikið að, er Sjómannaheim-
ilið rekið af stúkunni Framsókn nr. 187 og á
hennar ábyrgð. En auk þess fjár, sem stúkan
leggur til starfrækslu þess, hefir það notið
nokkurs styrks árlega úr bæjarsjóði Siglufjarð-
ar, frá Stórstúku íslands og úr ríkissjóði. Og
auk þess frjáls framlög frá sjómönnum, út-
gerðarmönnum o. fl. Reksturskostnaður skiftir
árlega nokkrum þús. króna. Á hverju ári gengst
stúkan Framsókn fyrir leiksýningum á vetr-
um, og rennur ágóðinn af þeim óskiptur til
S jómannaheimilisins.
í sambandi við hina nýju viðgerð, sem farið
hefir fram á húsinu og aukningu á húsakynn-
um heimilisins, hefir verið stofnað til allmikilla
skulda, sem ráðgert er að verði minnkaðar
smám saman með frjálsum framlögum vel-
unnara heimilisins. Það er mikils vert fyrir
allan rekstur sjómannaheimilisins yfirleitt, að
fjárhagur þess sé vel tryggður.
Sljóni.
Stjórn sjómannaheimilisins skipa þrír menn,
kosnir af stúkunni Framsókn. En samkvæmt
reglugerð Sjómannaheimilisins má hver, sem
styrkir heimilið með 1500 kr. eða meira árlega
tilnefna einn mann í stjórnina. Frá upphafi
hafa þeir Pétur Björnsson, kaupmaður, séra
Óskar J. Þorláksson, sóknarprestur, og Andrés
Hafliðason, kaupmaður, verið í stjórninni frá
stúkunni, en bæjarfulltrúar til skiptis fyrir bæ-
inn.
Stjórn heimilisins ræður starfsfólk og hefir
umsjón með rekstrinum.
Niðnrlagsorð.
Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar er
komið yfir fyrstu byrjunarörðugleikana fyrir
49