Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 50
Sigluí jörður. almennan stuðning fjölda góðra manna hér í Siglufirði og annars staðar, sem vert er að minnast með þakklæti. En hér má ekki nema staðar. Ýmsar endur- bætur á heimilinu þarf alltaf að gera við og við, til að auka fjölbreytni starfseminnar. Við- hald hússins kostar einnig mikið fé árlega. Hver nýr sigur skapar ávallt nýtt takmark. Sjómenn, aðkomufólk og heimamenn. Kynn- ið yður starfsemi Sjómannaheimilisins, styðj- ið að velgengni þess, og hagnýtið yður þá að- stoð, sem það hefir að bjóða. SIG LU F J ÚHoI ic Um aldaraðir var Siglufjörður afskekktur útkjálki, aðalbyggðin var á Siglunesi, en auk þess nokkrir bæir meðfram firðinum. Sam- göngur voru lélegar bæði á sjó og landi og hafís tíður gestur, en honum fylgdi jafnan harð- æri og allskonar óáran. Ibyrjun 19. aldar hefst nýtt tímabil í sögu Siglufjarðar. Þann 20. maí 1818 var, með kon- unglegri tilskipun, löggiltur verzlunarstaður við Siglufjörð og hundrað árum síðar fékk Siglufjörður fullkomin kaupstaðarréttindi og hefir á þesu ári verið gerður að sérstöku kjör- dæmi. Fólki hefir fjölgað smám saman, einkum þó eftir síðustu aldamót. Árið 1819 voru íbúar í þáverandi Hvann- eyrarhreppi 161, en um aldamótin 408; 1918 voru þeir 1116, en í árslok 1941 2838. Síldveiðarnar hafa átt mestan þátt í því að efla vöxt og viðgang Siglufjarðar, en þær hefjast laust eftir aldamótin. Árið 1903 byrja Norðmenn að veiða síld hér við land og tóku Islendingar upp veiðiaðferðir þeirra, þær er nú tíðkast. Miðstöð síldveiðanna hefir frá önd- verðu verið í Siglufirði. Á fyrstu árunum var síldin söltuð, nær eingöngu, en síðan var tekið að reisa síldarbræðsluverksmiðjur, er unnu úr síldinni lýsi og mjöl. Mun hafa verið byrjað að fást hér við síldarbræðslu á árunum 1906—‘07. Nú eru hér starfandi fimm síldarbræðsluverk- smiðjur, auk fjölmargra söltunarstöðva. Síld- veiðarnar byrja venjulega í júnílok og er lokið í september, aðalveiðitíminn er þó júlí og ágúst. Þeir, sem vilja sjá blómlegt og sérkennilegt atvinnulíf, ættu að koma til Siglufjarðar á þessum tíma, þegar síldveiðin stendur sem hæst. Þó að síldveiðin sé aðalatvinnuvegurinn, eru þó þorskveiðar allmikið stundaðar og eru hér starfandi þrjú hraðfrystihús. Atvinnulíf Siglufjarðar hefir hin síðari ár haft mjög mikla þýðingu fyrir þjóðarheildina, en samgöngur við þennan athafnaríka bæ hafa þó engan veginn verið eins góðar og skyldi, en þess mun þó varla langt að bíða úr þessu, að vegurinn yfir Siglufjarðarskarð verð'i full- gerður og bærinn komist þannig í samband við bílvegakerfi landsins. Framfarir hafa orðið miklar í Siglufirði hin síðari ár, og bæjarbragur allur breytzt til mikilla bóta, þó að margt sé enn ógert. Bær- inn og bæjarlífið um síldveiðitímann hefir stundum orðið fyrir ómildum dómum, oft ó- maklega og af litlum skilningi og samúð; hins- vegar ber því ekki að leyna, að athafnaríku starfslífi vilja oft fylgja annmarkar á fram- komu mann og háttsemi, sem nauðsyn ber til að vinna gegn. Mun þetta að sjálfsögðu eiga við um alla helztu athafnabæi landsins. 50 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.