Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 54
svo sárt og svo mikið till'inningamál, að engin
mannleg orð ná yfir það, sem geta bætt og
huggað sem skyldi. Og mér finnst að þjóðin
sjálf standi eins og á vegamótum ráðþrota og
hafi enn eigi nógu alvarlega um það hugsað,
hvernig heiðra megi sem bezt minningu þessara
réttlátu og ástkæru sona sinna, og hvernig bezt
megi hlúa að, reisa við og styðja heimilin,
mörgu ekkjurnar með blessuð litlu börnin, eða
aldurhnigna foreldra, þetta fólk, sem misst hef-
ir fyrirvinnuna. Þetta þarf betur að gerast í
verkinu en minna með orðum.
Nú er heimurinn flakandi í sárum og sorg.
Menn hafa gleymt boðskap Krists um bræðra-
lag, kærleika og vináttu hér á jörðu. Menn eru
sendir víðsvegar um heim með vígvélar, sem
granda mannslífum og eignum. Tár og örvænt-
ing felst allsstaðar í slóðum þeirra. í gegnum
þessar hættur fór, síðast þegar til fréttist, fal-
legt og traust íslenktz skip, bezta fiskiskip
þjóðarinnar — friðarins skip — með réttláta
og friðsama þjóna innanborðs. Þeir voru ekki
með sverð eða vopn í höndum, þeir voru að
vinna hið nytsama skyldustarf fyrir konur sín-
ar og börn, fyrir foreldra sína og ættfólk, fyrir
þjóð sína og land. Og því sárara er að sjá af
þeim, því að þeir voru að byggja upp, en ekki
að rífa niður, og heimurinn má sízt við því nú,
að missa þá fáu menn, sem starfa að uppbygg-
ingu hans. En minningin um þessar hetjur
þjóðarinnar er björt og lýsandi. Það er minn-
ingin um mennina, sem voru réttlátir þjónar á
ranglátum tímum, það er minning um menn,
sem voru vígðir þvílíkri skyldurækni og trú-
mennsku, fyrir ástvini sína, land og þjóð, að
þeir lögðu loks allt það gjald í sölurnar, sem
hægt er að greiða hér á jörðu. Því skal minn-
ing þessara ástkæru íslenzku úrvalssona vera
blessuð, héðan úr helgidómi Drottins, bæði nú
og alla tíma að eilífu.
Ef þú virðir fyrir þér stærstu framfarir þess-
arar borgar og margt það mesta og bezta, sem
gert hefir verið fyrir þjóðina út um landið, þá
minnstu sjómannanna íslenzku, sem í rauninni
hafa lagt grundvöllinn að þessu og reist það allt.
Margir þeirraliafa, Guði sé lof, komið heilir á
land aftur úr ferðum sínum, en í sambandi við
stórbyggingar og framfarir og ung þjóðleg
verðmæti, sem boða volduga endurreisn hér á
landi, eru líka mörg handtök og átök þeirra
manna, sem sýndu karlmennsku, voru tryggir
ástvinum sínum og trúir landi sínu og þjóð, en
komu aldrei aftur heim af hafinu.
Því skal minning þeirra blessuð, bæði hátt og
í hljóði, bæði nú og alla tíma, af öllum þeim
mönnum, sem eru góðir og sannir Islendingar.
Að lokum vil ég minna ykkur syrgjendurna
á það, að þessi þungbæra jarðneska reynsla
ykkar er aðeins bundin við þessa dvöl vora hér
á jörðu. Ástvinir ykkar eru ekki dánir, heldur
hafa þeir flutzt til æðra lífs, þar sem þið eigið
eftir að sjá þá og sameinast þeim síðar. Engin
örlög eða lögmál munu geta hnekkt þessum
sannleika, sem bæði Guðs orð og mannleg
reynsla staðfestir og sannar.
I þeirri trú og vissu eru þeir kvaddir með
hjartans þakklæti af elskandi eiginkonum og
börnum, af foreldrum og systkinum og ættingj-
um og öllum vinum og samherjum í blíðu og
stríðu; og með þessu hjartans þakklæti skulu
þeir einnig kvaddir frá stjórnendum fiskveiða-
hlutafélagsins Alliance fyrir margra ára trú-
mennsku, dugnað og dyggð í starfi.
Vér skulum biðja: Ástríki himneski faðir!
Vér þökkum þér fyrir líf og starf þessara ágæt-
ismanna, sem vér minnumst hér. Vér þökkum
þér fyrir þá ástúð og þá umhyggju, sem þeir
sýndu konum sínum og börnum og öllum ást-
vinum, fyrir þá trúmennsku og fórnfýsi sem
þeir sýndu þjóð sinni og landi sínu. Gef oss,
góði Guð, ávallt góða og göfuga sjómannastétt,
er vera megi lyptistöng og aflgjafi hinnar ís-
lenzku þjóðar. Vér biðjum þig að hugga og
varðveita ekkjurnar og blessuð börnin þeirra
og alla þá, nær og fjær, sem hér eiga um sárt
að binda. Gef oss þá náð, góði, himneski faðir,
að allt það fólk, sem hér syrgir og saknar megi
fyrir þína forsjón og handleiðslu öðlast meiri
styrk og hjálp, til þess að lifa lífinu, en vér nú
skiljum, að fyrir þína náð megi aftur birta yfir
þessum mörgu sorgarheimilum, og varðveittu
oss öll á sjó og landi frá slysum og háskasemd-
um. Vak þú yfir öllum þessum syrgjendum og
heimilum þeirra, með elsku þinni og trúfesti
alla tíma að eilífu.
f Jesu nafni:
Amen.
54
V í K 1 N G U R