Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 59
„Eg veit áf'stáð Jiar sem kvcnfólkið er ekki í neinu nema perlufesti". „Holy Moses, hvar?“ „Um hálsinn, bjálfinn þinn“. ★ Jón gamli kemur heim úr Winnipeg-ferð, og hittir nágranna sinn. Spyr nágranninn hann almœltra tíð- inda. Hefir Jón frá mörgu furðulegu að segja og þar á mcðal þvi, að nú hafi hann þó loksins getað séð pólitíkina, sem hann hafi lengi þráð, þar eð hann liafi svo oft heyrt margt og.merkilegt um hana talað, sér- staklega um kosningar. „Og hvernig leit hún nú út garmurinn?" mælti ná- granninn. „O-o — hún var heljarstór, grá á litinn, með stór, uppspert eyru og dinglaði skottinu upp á mig, bless- uð skepnan", svaraði Jón gamli í mesta sakleysi. ★ Lítil stúlka kom í enska kirkju í fyrsta sinni og sá alla krjúpa. — „Hvað ætlar það að fara að gera, mamma?" hvíslaði hún »]?ey> það ætlar að fara að biðjast fyrir". svaraði hún. „Hvað, í öllum fötunum?“ ★ „Heldur þú að þeír dauðu geti taiað við oss?“ „Ég vcit að þeir geta það ekki. Einu sinni tókst mér að fá lánaðan dal hjá Skota. Viku seinna dó hann. Ég hefi ekki heyrt eitt orð síðan. ★ Fyrsti ísfiskflutningur frá íslandi til Bretlands, eftir því sem hægt er að finna í gömlum árbókum, var árið 1884. JJann 20. marz það ár kom til Reykja- víkur brezkt skip, að nafni „Glemvilliam", til að kaupa nýjan fisk og flytja hann ísaðan til Bretlands. Jiað keypti fisk við Faxaflóa fyrir 5000 krónur og lagði af stað heim aftur 6. eða 7. apríl.. Hvað voru mörg ár þar til ísfiskflutningur liófst aftur. Forvitinn skútukarl. ★ Stundum þó í sinni sár sé ég, lítt um ræði. Fjörutíu og fimm hef ár flækst við störf á græði. Horfið er þrekið, höfuö þreytt, lijartans flúinn dugur. Af mér er orðið ekki neitt eftir, nema hugur. H. J. — Kirkjuklukku lét Paulinius biskup á Ítalíu fyrst búa til árið 400. lláftningar á gátununi í ÍO. tlil. Nr. 1: Halli — Bára — Eyvindur — Margrét. Nr. 2: Dalur. Nr. 3: Hringur. Nr. 4: Reiðsla. Nr. 5: Litur og skuggi. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson. Ritnefnd: Hallgrímur Jónsson, vélstjóri. Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður. Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður. KonráS Gíslason, stýrimaður. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 15 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er » Bárugötu 2, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, Pósthólf 425, Reykjavík. Sími 5653. í tilefni sjómannaverkfalls á ísafirði. Jiið eruð hetjur hafsins, og hræðist ei stormsins þrótt. Hver hefir heyrt ykkur aiðrast um heldimma skammdegisnótt. A Sjómannadaginn er sungið, og signt ykkar hetjufull. Jtið eigið fangbrögð við Ægi, og allt ykkar starf er guil. Jiá er ykkur hælt, og hrópað húrra, um vílv og fjörð. Allt er gjört ykkur til heiðurs, já, endalaus þakkargjörð. Ef komið þið fram með kröfur, er kveðið við annan tón. þá eruð þið andsk.... gikkir, og allstaðar mestu flón. Svona er ástin til ykkar, ísfirsk sjómannastétt. Hálfgildings liræsnisþvaður, ef heimtið þið vkkar rétt. Jfið berjist við stríðsógn og storma, og stundum er baráttan römm. Sárt er við leiðarlokin, ef laun ykkar verða „skömm‘.‘ Gamall sjómaður. AUGLÝSING: Vantar — mann, sem getur unnið í garðinum og passað kú, sem syngur í kirkjunni og spilar á orgelið. — Sþrengikúhir voru fyrst. gerðar á Hollandi 1495.. VIKTNGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.