Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 11
Skonnortan „Elísabet", sem bjargaö var af söndunum eystra og um er getið á bls. 186. — Hér er búið að lyfta skútunni upp úr sandhafinu. dáun mína. Við gistum eina nótt í Feneyjum og höfðum svo heilan dag til að skoða þessa töfr- andi eyjaborg, sem oft er nefnd drottning Adría- hafsins, enda var hún það um langt skeið. Frá Feneyjum fórum við með 10000 tonna farþega- og flutningaskipi frá Messe’s Lloyd Triestion, sem kom við á öllum stærri höfnum Adríahafs- ins á leið okkar, er tók heila viku „niður“ til Piræus, hafnarborgar Aþenu. Við vorum á 1. farrými og nutum alls hins bezta; var margt farþega og dansað á hverju kvöldi. Var þetta auðvitað undraheimur, sem ég kom svo snöggt inn í eftir hinn harða og kalda vetur 1924. Þegar við komum til Aþenu, þá kom það mér mjög augljóslega fyrir sjónir, hve mikið Svitzerfélag- ið var, því að við vorum að yfirtaka skip, sem norskt björgunarfélag átti, en Svitzer átti þó mest í. Síðan kynntist ég betur öllum þessum fjárhagslegu staðsetningum Svitzersmanna, og var það auðvitað nokkuð fyrir mig, íslenzkan dreng, því í þá daga hafði maður hugsað aðal- lega um vinnu, en minna um peningana. Er við höfðum yfirtekið skipið, héldum við til Kon- stantinópel, en komum við í Dardanellasundi, þar sem við heilsuðum upp á umboðsmenn okk- ar. Bjuggumst við svo fyrir í Konstantinópel, þessari undraborg, sem Konstantín hinn mikli gaf nafn eftir sér og blés slíkum lífsanda í, frá því að borgin hét Bysantium og lifði aðeins á fornri frægð. Væntanlegar skipsbjarganir okkar voru í Svartahafinu, Marmarahafinu og Eyja- hafinu. I Konstantínópel hittum við þrjú björg- unarskip, sem við höfðum samvinnu við, skip þessi voru í eign Ocean Salvagezcompany í London. Þetta var þegar Mustafa Kemal pasha var að ná yfirráðum í landinu, en Tyrkir hafa ráðið borginni, eins og kunnugt er, frá árinu 1453. Var gaman að kynnast þessari fornfrægu borg, sem bróðir sjálfs Grettis Ásmundarsonar hafði gist. Getur maður ímyndað sér, hvílíkt Grettistak stjórnarbreyting Mustafa Kemals hefur verið, er náði alt frá viðkvæmustu málum kvennabúranna, þar sem fjölkvæni var bannað, og til þeirra umbrota á sviði stjórnarfonnsins, að brjóta á bak aftur drottinvald soldánsins, er ráðið hafði sem æðsti maður trúar og stjórn- V í K I N □ U R 1E39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.