Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 15
Jón Kr. ísfeld: Hvað snerta landhelgismálin mig? Það síðasta, sem mér hefur borizt í hendur varðandi umræður um landh'elgismálin, eru tvær greinar í „Sjómannablaðinu Víking“ frá maí s. 1. önnur greinin er eftir Grím Þorkelsson, og heitir: „Um landsins gagn og nauðsynjar". Hin er forystugrein eftir ritstjór- ann, Gils Guðmundsson, og kallar hann hana: „Hefjum sókn í landhelgismálinu“. Báðar eru greinar þessar mjög athyglisverðar, og að sjálf- sögðu hefi ég litlu eða engu við þær að bæta. En ég get ekki þagað lengur. Ég vil láta skoðun mína í ljós, ef verða mætti að fleiri „landkrabb- ar“ kæmu á eftir. Gils vill hefja sókn í land- helgismálinu nú þegar. Hverjir eiga þá að standa í sóknarfylkingunni með honum? Eru það ekki sjómennirnir, sem hann ritar ein- göngu fyrir? Kemur mér, útkjálkaprestinum, nokkuð við þessi sókn, sem hann er að tala um ? Ekki er ég útgerðarmaður eða sjómaður. Svipað þessu munu fjölmargir hugsa þegar þeir íhug- unarlaust renna augum yfir greinar um land- helgismálin. Þeir hugsa sem svo: Ég er skrif- stofumaður, prestur, læknir, verzlunarmaður, iðnaðarmaður o. s. frv. Landhelgismálin snerta mig ekki. — En nú er svo komið, að þessi hugs- unarháttur verður að þurrkast út. Landhelgis- málin eru ekki mál einnar stéttar, heldur allra stétta, — allra Islendinga. Ég skal nú rökstyðja þessa fullyrðingu með nokkrum orðum. Gjaldeyrisþörf þjóðarinnar fer sívaxandi. Með aukinni véltækni, bæði til sjávar og sveitar og iðnaði landsmanna, eykst þörfin óðfluga fyrir nýjum vélum. Nýting á hráefnum og orkulind- um landsins eykst hröðum skrefum. Ný skip, áburðarverksmiðja, stórfelld ræktun landsins, risastórar raforkustöðvar o. fl., o. fl. krefst sí- aukins gjaldeyrismagns, bæði innlends og er- lends. Aðal máttarstoðirnar undir þessum gjald- eyrisöflunum eru sjávarútvegurinn og land- búnaðurinn. Þetta hlýtur öllum landsmönnum að vera ljóst, annað er vart hugsanlegt. Og þeim ætti einnig að verða það ljóst, að verði þessir at- vinnuvegir fyrir stórfelldum hnekki á einhverju sviði, éru afkomumöguleikar allrar þjóðarinnar í voða. Má líka nefna sem dæmi, hve greinilega landsmenn fundu til þessa við aflabrest á síld- veiðunum, í „togaraverkfallinu", og nú síðast, er vetrarharðindin herjuðu heilan landshluta og bústofn þar var í háska. Þegar háskinn er í nánd, hrökkva menn við, því að þá finna þeir hvað í veði er. Iðnaðarmaðurinn, verkamaður- inn, skrifstofumaðurinn, já, hverrar stéttar sem maðurinn er, hlýtur hann að hrökkva við, þegar ógnir steðja að öðrum aðalatvinnuvegi þjóðar- innar. Ef framleiðsla annars þessa atvinnuveg- ar lamast, er öðrum hætt. Og nú er svo komið fyrir sjávarútveginum, að yfir honum vofir hætta, sem ekki verður umflúin, nema fljótt og ákveðið sé brugðið við. Hér er einkum um að ræða bátaútveginn. Fiskimiðin umhverfis landið virðast senn þur- ausin, einkum vegna þess, að þau eru þéttskip- uð erlendum fiskiskipum, sem í skjóli hálfrar aldar gamals samnings notfæra sér þau eftir vild. Þegar Danir gerðu samninginn við Breta um þriggja sjómílna landhelgina, voru mest notuð veiðarfæri, sem ekki voru neitt í saman- burði við þau veiðarfæri, sem nú eru notuð af erlendum skipum. Þá voru mest notuð hand- færi og íóðir, í stað þess að nú eru nær eingöngu notaðar mikilvirkar botnvörpur. Hér er því á þessu sviði um gífurlega mikinn mun að ræða, frá því sem þá var. Og svo hefur veiðiskipafjöldi erlendra þjóða stóraukist frá því sem þá var. Nú er svo komið, að mikill hluti þeirra sjó- manna, sem reynir að afla þjóð sinni gjaldeyris- tekna, á við aflatregðu að búa á hinum alltof þröngu miðum, umsetinn af erlendum veiðiskip- um, sem eyða aflavoninni og jafnvel eyðileggja veiðarfæri þeirra. Getum vér horft þegjandi á þessar aðfarir? Hljótum vér ekki að veita at- hygli hvatningarorðum þeim, sem til vor eru töluð um þessi mál? — Vér íslendingar höfum nú loks endurheimt sjálfstæði vort. Vér eigum sjálfir land vort. Samningur, sem gerður var fyrir hálfri öld af ríki, sem þá hafði land vort fyrir hjáleigu, virðist því úr gildi fallinn. Það er því komið að oss að gera nýjan samning um VÍKIN G U R 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.