Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 5
og við gátum ekki náð til neins björgunarbátanna. í námundavið okkur 16, sem héngum í borð- stokknum stjórnborðsmegin, var gúmmífleki. Einn okkar, Heinz Ki-aás, að mig minnir, tók að fikra sig í áttina til hans. Ég heyrði hann hrópa: „Björgunar- fleki fram á“. Jafnskjótt var mér litið til annars skipstjórnarlær- lings, sem ríghélt sér í borðstokk- inn skammt frá mér. Hann var sautján ára, og ótti lýsti úr and- liti hans, er Pamir tók dýfu nið- ur í ógurlegan öldudal. Það brak- aði í hverju tré; skipið rétti sig, hófst upp á öldutopp, og ofsi hvirfilvindsins næstum reif okk- ur með sér. Skyndilega hneig skipið niður í djúpan dal, og um leið buldu ógnarlegir sjóir á skrokk þess, svo hrikti í hverju tré. Ógurleg öldufjöll risu hvar- vetna umhverfis; ég var gripinn geigvænlegum ótta, er þessir öldurisar löðrunguðu Pamir með þunga þúsunda smálesta og hót- uðu að má skip vort af yfirborði sjávar. „Gott im Himmel“, sagði ein- hver við hlið mér með rödd, sem. lýsti æðislegri hræðslu, og áður en nokkur okkar gæti hindrað það, klifraði hinn skelfdi ungl- ingur yfir borðstokkinn og varp- aði sér í ólgandi hafið. Gríðar- alda selngdi líkama hans utan í kinnung skipsins og malaði hann. Við vorum á að gizka 15 menn, sem héngum í borðstokknum, stjórnborðs megin fram á; skyndilega, er ég þurrkaði salt- vatnið úr augum mér, sá ég, að við vorum aðeins orðnir 9. Og enn fækkaði: einn hinna 9, mað- ur með andlit afmyndað af ótta og sársauka sleppti taki sínu á borðstokknum og rann viðstöðu- laust niður næstum lóðrétt þil- farið og marðist til bana, er hann skall í hinn borðstokkinn. Lengi á eftir hljómaði dauðaóp hans fyrir eyrum mér. Það varð æ erfiðara að átta sig, því að himinninn var hul- inn óveðursskýjum og regnið lamdi okkur í andlitið. Pamir var nú alger leiksoppur ofviðrisins, bylgjurnar köstuðu því á milli sín og kaffærðu það ofan í freyð- andi öldudali. Mér er erfitt um að segja hvað ég hugsaði einna helzt. En ég var viss um, að nú ætti ég að deyja. Skammt frá mér heyrði ég einhvern biðja. Það var Hans Wirth. Við hlið hans var Karl Diimer, einn matsveina okkar, dálítið frumlegur ásýnd- um í kokksbúningi sínum og ríghélt sér með sterklegum hönd- um sínum og fótum. „Við verðum að komast burt“, heyrði ég Dúmer hrópa, eftir að ógurleg alda hafði nýlega tröll- riðið skipinu. „Skipinu hvolfir þá og þegar“. Ég mjakaði mér smám saman í áttina til hans. Það var eitthvað við þennan 24ja ára mann, hinn elzta okkar, sem vakti traust og kjark minn, er mest reið á. Um leið og Pamir tók dýfu eina ofan í öldudal, heyrði ég óp. Sjórinn gekk yfir höfuð mér svo ég náði ekki and- anum. Dálítið lengra fram á sá ég h. u. b. 18 skipstjórnarlær- linga með línu og nokkra björg- unarhringa. Dúmmer hefur sennilega líka fengið auga á þeim, því að hann kraflaði sig nær. „Komið þangað með þeim“, hrópaði hann gegnum óveðurs- gnýinn. Nú reið skipið upp á öldukamb og hrikti í öllum skrokk þess; hallinn jókst meir og meir“. Flýtið ykkur, því hún er að hvolfa“. Við mjökuðum okkur nær Dúmmer, og okkur fannst sem hann væri einhvers konar frelsari, sem væri okkar eina björgunarvon. „Skerið okk- ur línu!“ öskraði hann. Hnífurinn minn var á burtu, en nú lyfti alda skipinu og ég litaðist um. Nokkur andartök liðu án þess að ég kenndi ótta; svo mun og hafa verið um flesta hina, því að nú börðust menn fyrir lífi sínu og línan var björg okkar. Fjöldi kaðla hékk í reið- anum og endar þeirra slógust til yfir höfðum okkar. Okkur tókst að ná í endann á ca. 15 metra löngum kaðli og Dúmmer horfði leitandi eftir björgunarhringj- um. Þrír til fjórir bjarghringir voru í um 7 metra fjarlægð, lengra fram á, þar sem sjórinn Seglskip í fárviðri. hvolfdist freyðandi inn yfir öldu- stokkinn. ,,Bíðið“, hrópaði Dúm- mer og tók að handstyrkja sig meðfram borðstokknum í áttina að bjarghringjunum. — „Bíðið!“ Ég virti Dúmmer fyrir mér með eftirvæntingu og forvitni og óskaði mér, að ég hefði til að bera snarræði hans. Nú þuml- ungaði hann sig til baka til okk- ar með bjarghringana, — nú var hann rétt kominn fyrir borð, er skipið tók djúpa dýfu. Skipið hallaði svo, að ég stóð ekki leng- ur í fæturna, heldur hékk í lausu lofti. Pamir þeyttist upp á nýja öldu. Mikið vatn var nú komið í skipið og það tekið að sökkva. Ég vissi, að dagar þess voru nú senn taldir, — brátt myndi það hvolfa og sökkva, eða hreinlega sogast niður í öldudal. Nú færði sjórinn það í kaf að nýju, síðan heyrði ég Dúmmer hrópa: „Þi-æð- ið línuna gegnum hringina!“ öðrum enda línunnar var stung- 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.